Enski boltinn

Enskur fótboltkappi handtekinn í heróínhúsleit

Zat Knight var handtekinn í heróínhúsleit en sleppt gegn tryggingu.
Zat Knight var handtekinn í heróínhúsleit en sleppt gegn tryggingu. Nordic Photos/Getty

Enski knattspyrnumaðurinn Zat Knight var í gær handtekinn í húsi móður sinnar eftir að breska lögreglan hafði framkvæmt húsleit á heimili hennar vegna gruns um að þar væri heróín að finna. Eftir að hafa eytt sex klukkutímum í varðhaldi þá var hann kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður Aston Villa.

Zat Knight, sem er 26 ára gamall, var leiddur út í handjárnum snemma í gærmorgun en bróðir hans Carlos hefur lengi verið grunaður um að standa í sölu á eiturlyfjum. Húsleitin var umfangsmikil og komu fjölmargir lögreglumenn og hundar að henni.

Ekki er vitað hvort Zat Knight sé yfir höfuð viðriðinn eiturlyfjasölu en hann ku hafa lýst yfir sakleysi sínu í gær áður en honum var sleppt lausum gegn tryggingu.

Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Aston Villa og kostaði félagið 3,5 milljónir punda eða 455 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×