Björgólfur setur fjóra milljarða í West Ham 13. desember 2007 12:41 Samstarf Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar hjá West Ham hefur runnið sitt skeið á enda. Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, hefur sett um fjóra milljarða íslenskra króna inn í félagið á sama tíma og hann keypti 5% hlut Eggerts Magnússonar, fráfarandi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimsíðu West Ham. Björgólfur tekur sjálfur við stjórnarformennsku af Eggerti en meðal annarra manna í stjórn eru Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, sem verður varaformaður í stjórninni. "Ætlun okkar er að byggja traustar undirstöður fyrir mentaðarfulla framtíð West Ham United. Þetta er frábært félag með gríðarmikla arfleifð og stórkostlega stuðningsmenn," segir Björgólfur í tilkynningunni. Jafnframt heitir Björgólfur því að standa þétt við bakið á Alan Curbishley, knattspyrnustjóra félagsins, og leikmönnum til að skapa þeim sem bestar aðstæður. Þá var tekin ákvörðun um að halda áfram með undirbúning að nýjum 60 þúsund manna velli sem Björgólfur segir að sé mikilvægur fyrir framtíð félagsins. "Þegar við lítum til framtíðar vil ég nota tækifærið og þakka Eggerti Magnússyni sem hefur staðið sig frábærlega sem stjórnarformaður, oft í erfiðum kringumstæðum, síðan við keyptum félagið fyrir rúmu ári. Eggert hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Við óskum honum gæfu í framtíðinni og þökkum honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir West Ham," segir Björgólfur ennfremur í tilkynningunni. "Ég hef notið hverrar mínútu hjá West Ham. Það hefur verið heiður að taka þátt í þessu starfi allt frá því að ég og Björgólfur tókum saman höndum og keyptum félagið. Nú, þegar ég hef selt minn hluta í félaginu og ætla að einbeita mér að mínum eigin málum, er rétti tíminn fyrir mig til að hætta sem stjórnarformaður. Síðustu tólf mánuðir hafa ekki verið vandræðalausir en ég tel að félagið hafi styrkst verulega á þessum tíma. Björgólfur hefur alltaf staðið þétt við bakið á mér í starfi mínu sem stjórnarformaður og ég er glaður yfir því að hann skuli taka við og halda áfram að vinna að því að koma félaginu hærra," segir Eggert í tilkynningunni. Eggert hefur alltaf verið vinsæll hjá stuðningsmönnum West Ham og hann notaði tækifærið í tlikynningunni og þakkaði þeim sérstaklega. "Mig langar sérstaklega til að þakka stuðningsmönnum West Ham fyrir tímann. Þeir hafa sannað það á undanförnum árum að þeir eru bestu stuðningsmennirnir í Englandi. Ég þakka öllum þeim sem hafa unnið með mér hjá West Ham og vona að félaginu gangi vel í framtíðinni. Ég mun hvetja liðið áfram hvenær sem tími gefst," segir Eggert að lokum. Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, hefur sett um fjóra milljarða íslenskra króna inn í félagið á sama tíma og hann keypti 5% hlut Eggerts Magnússonar, fráfarandi stjórnarformanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimsíðu West Ham. Björgólfur tekur sjálfur við stjórnarformennsku af Eggerti en meðal annarra manna í stjórn eru Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, sem verður varaformaður í stjórninni. "Ætlun okkar er að byggja traustar undirstöður fyrir mentaðarfulla framtíð West Ham United. Þetta er frábært félag með gríðarmikla arfleifð og stórkostlega stuðningsmenn," segir Björgólfur í tilkynningunni. Jafnframt heitir Björgólfur því að standa þétt við bakið á Alan Curbishley, knattspyrnustjóra félagsins, og leikmönnum til að skapa þeim sem bestar aðstæður. Þá var tekin ákvörðun um að halda áfram með undirbúning að nýjum 60 þúsund manna velli sem Björgólfur segir að sé mikilvægur fyrir framtíð félagsins. "Þegar við lítum til framtíðar vil ég nota tækifærið og þakka Eggerti Magnússyni sem hefur staðið sig frábærlega sem stjórnarformaður, oft í erfiðum kringumstæðum, síðan við keyptum félagið fyrir rúmu ári. Eggert hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Við óskum honum gæfu í framtíðinni og þökkum honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir West Ham," segir Björgólfur ennfremur í tilkynningunni. "Ég hef notið hverrar mínútu hjá West Ham. Það hefur verið heiður að taka þátt í þessu starfi allt frá því að ég og Björgólfur tókum saman höndum og keyptum félagið. Nú, þegar ég hef selt minn hluta í félaginu og ætla að einbeita mér að mínum eigin málum, er rétti tíminn fyrir mig til að hætta sem stjórnarformaður. Síðustu tólf mánuðir hafa ekki verið vandræðalausir en ég tel að félagið hafi styrkst verulega á þessum tíma. Björgólfur hefur alltaf staðið þétt við bakið á mér í starfi mínu sem stjórnarformaður og ég er glaður yfir því að hann skuli taka við og halda áfram að vinna að því að koma félaginu hærra," segir Eggert í tilkynningunni. Eggert hefur alltaf verið vinsæll hjá stuðningsmönnum West Ham og hann notaði tækifærið í tlikynningunni og þakkaði þeim sérstaklega. "Mig langar sérstaklega til að þakka stuðningsmönnum West Ham fyrir tímann. Þeir hafa sannað það á undanförnum árum að þeir eru bestu stuðningsmennirnir í Englandi. Ég þakka öllum þeim sem hafa unnið með mér hjá West Ham og vona að félaginu gangi vel í framtíðinni. Ég mun hvetja liðið áfram hvenær sem tími gefst," segir Eggert að lokum.
Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira