Innlent

Harmar umfjöllun um fjöldskyldutengsl Páls inn í ráðuneyti

MYND/Pjetur

Landssamband lögreglumanna harmar þá umfjöllun sem átt hefur sér stað um fjölskyldutengsl Páls Winkels inn í dómsmálaráðuneytið í fjölmiðlum.

Páll hefur einn manna sótt um stöðu aðstoðarríkisslögreglustjóra eftir að starfið var auglýst í Lögbirtingarblaðinu og greint var frá því að móðir hans væri ritari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Segir í tilkynningu frá Landssambandi lögreglumanna að lögreglumenn þekki vel til starfa Páls og af góðu einu og því njóti hann fulls stuðnings sambandsins. Hann sé mjög hæfur í embættið.

Þá segir landssambandið að Björn Bjarnason hafi sýnt mikinn áhuga á starfsumhverfi lögreglumanna og að hann hafi lagt sig allan fram um að styðja lögreglumenn. Þá hafi samstarf sambandsins og dómsmálaráðuneytisins verið farsælt í þeim breytingum sem orðið hafi á skipan lögreglumála undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×