Enski boltinn

Stál í stál á Ewood Park

Michael Essien hleypur framhjá Morten Gamst Pedersen
Michael Essien hleypur framhjá Morten Gamst Pedersen AFP

Chelsea varð að láta sér lynda stig á heimavellli gegn þrjóskum og baráttuglöðum Blackburn-mönnum í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jose Mourinho og félagar þóttust hafa skorað löglegt mark á 57. mínútu, en mark Salomon Kalou var dæmt af vegna rangstöðu og niðurstaðan því 0-0 jafntefli.

Andriy Shevchenko kom inn í byrjunarlið Chelsea en mistókst að heilla knattspyrnustjóra sinn og klikkaði á fínu færi í fyrri hálfleik. Brad Friedel varði líka vel í marki Blackburn og sá laglega við þeim Shevchenko og Michael Essien.

Petr Cech varði líka vel skot frá Robbie Savage á hinum enda vallarins, en Chelsea náði ekki að skora þrátt fyrir að vera klárlega sterkari aðilinn í leiknum. Blackburn varð fyrir áfalli undir lok leiksins þegar miðvörðurinn sterki Christopher Samba var borinn af velli með höfuðmeiðsli eftir að hann fórnaði sér fyrir skot Shevchenko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×