Enski boltinn

Fimm milljónir á mann í bónus ef Rússar vinna Englendinga

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hafi lofað að greiða hverjum einasta leikmanni rússneska landsliðsins rúmar fimm milljónir króna í bónus ef þeim tekst að leggja Englendinga í undankeppni EM í kvöld.

Vitað er að Abramovic er einn helsti styrktaraðili rússneska landsliðsins og talið er að hann hafi lofað leikmönnum svimandi háum bónusum fyrir að komast á EM næsta sumar. "Mér er alveg sama um peninga, við spilum fyrir rússnesku þjóðina," sagði Alexander Kerzhakov landsliðsþjálfari þegar hann svar spurður út í bónusgreiðslur til leikmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×