The Peel Session - fjórar stjörnur 23. janúar 2007 09:00 The Peel Session með múm var tekin upp haustið 2002 og hefur að geyma lög af fyrstu tveimur múm-plötunum í nokkuð breyttum útgáfum. Frábær plata sem hljómar jafn fersk og flott í dag og þegar hún var tekin upp. Breski útvarpsmaðurinn John Peel, sem féll frá fyrir rúmum tveimur árum, hefur sennilega haft meiri áhrif á tónlistarsöguna en nokkur annar fjölmiðlamaður a.m.k. síðustu 30 árin eða svo. Eitt af því sem hann var þekktur fyrir voru Peel-sessjónirnar. Allt frá því að hann hóf störf hjá BBC árið 1967 og til dauðadags valdi hann tónlistarmenn sem tóku upp nokkur lög sem hann svo spilaði í þættinum sínum. Þessar upptökur urðu yfir 4.000 talsins og flytjendurnir um 2.000. Eftir því sem ég kemst næst urðu þrjár íslenskar hljómsveitir þess heiðurs aðnjótandi að taka upp fyrir John Peel: Sykurmolarnir (1987), Sigur Rós (tvisvar sinnum, árið 2000) og múm sem tók upp 21. september 2002. Hún er nýkomin út á geisladisk. Á Peel Session-plötu múm eru fimm lög af tveimur fyrstu plötum sveitarinnar: Yesterday Was Dramatic, Today Is OK og Finally We Are No One. Útsetningarnar eru töluvert ólíkar útsetningunum á plötunum, sem gefur útgáfunni aukið vægi. Tónlistin er mjög melódísk og á sinn einstaka hátt bæði poppuð og tilraunakennd. Raftónlist eldist mjög misvel – í verstu tilfellunum er hún orðin úrelt eftir eitt eða tvö ár. Tónlistin á þessari plötu hefur hins vegar ekkert látið á sjá frá því að hún var tekin upp. Hún hljómar ennþá jafn brakandi fersk og flott. Söngurinn er frekar lágt mixaður, sem kemur vel út fyrir múm. Múm er búin að taka upp nýja plötu sem kemur út í vor. Ég er mjög spenntur að heyra hana. The Peel Session-platan styttir biðina og minnir okkur á hvað þetta er frábær hljómsveit þegar henni tekst vel upp. Trausti Júlíusson Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Breski útvarpsmaðurinn John Peel, sem féll frá fyrir rúmum tveimur árum, hefur sennilega haft meiri áhrif á tónlistarsöguna en nokkur annar fjölmiðlamaður a.m.k. síðustu 30 árin eða svo. Eitt af því sem hann var þekktur fyrir voru Peel-sessjónirnar. Allt frá því að hann hóf störf hjá BBC árið 1967 og til dauðadags valdi hann tónlistarmenn sem tóku upp nokkur lög sem hann svo spilaði í þættinum sínum. Þessar upptökur urðu yfir 4.000 talsins og flytjendurnir um 2.000. Eftir því sem ég kemst næst urðu þrjár íslenskar hljómsveitir þess heiðurs aðnjótandi að taka upp fyrir John Peel: Sykurmolarnir (1987), Sigur Rós (tvisvar sinnum, árið 2000) og múm sem tók upp 21. september 2002. Hún er nýkomin út á geisladisk. Á Peel Session-plötu múm eru fimm lög af tveimur fyrstu plötum sveitarinnar: Yesterday Was Dramatic, Today Is OK og Finally We Are No One. Útsetningarnar eru töluvert ólíkar útsetningunum á plötunum, sem gefur útgáfunni aukið vægi. Tónlistin er mjög melódísk og á sinn einstaka hátt bæði poppuð og tilraunakennd. Raftónlist eldist mjög misvel – í verstu tilfellunum er hún orðin úrelt eftir eitt eða tvö ár. Tónlistin á þessari plötu hefur hins vegar ekkert látið á sjá frá því að hún var tekin upp. Hún hljómar ennþá jafn brakandi fersk og flott. Söngurinn er frekar lágt mixaður, sem kemur vel út fyrir múm. Múm er búin að taka upp nýja plötu sem kemur út í vor. Ég er mjög spenntur að heyra hana. The Peel Session-platan styttir biðina og minnir okkur á hvað þetta er frábær hljómsveit þegar henni tekst vel upp. Trausti Júlíusson
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira