Lífið

Styttist í Tvíæringinn í Feneyjum

Það styttist í Tvíæringinn í Feneyjum: Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson myndlistarmaður var valinn af fagnefnd sem menntamálaráðherra skipaði til að vera fulltrúi Íslands á þessari stærstu og virtustu myndlistarmessu Evrópu. Í vikunni var tilkynnt að Landsvirkjun kæmi honum til stuðnings.

Forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar myndlistar, dr. Christian Shoen, er „commissioner" verkefnisins en Hanna Styrmisdóttir er sýningarstjóri og heldur um alla þræði. Sagði hún í samtali við Fréttablaðið að fjármögnun verksins gengi vel og stefnt væri á að ljúka henni í mars. Steingrímur hefur þegar lagt verkið niður og er vinnsla þess langt komin. Verður það kynnt í smáu sem stóru við sama tækifæri.

Nú er lokið langri dvöl íslenskra myndlistarmanna í finnska skálanum á sýningarsvæðinu. Shoen fór suður eftir og fann nýtilega jarðhæð í palazzo við Grand Canale, um 180 fermetra, og er hún leigð undir sýninguna.

Þar er aðgengi gott, bæði frá götu og síkinu. Fer sendinefnd til Feneyja 20. maí en kynningardagar eru 7.-9. júní og hin formlega opnun hinn 10. júní. Tvíæringurinn stendur svo fram á haust.

Steingrímur sagði í samtali við Fréttablaðið að verkefnið væri býsna stórt og kostnaðarsamt. Þó að ákvörðun hafi verið tekin um þátttöku hans í vor hafi ekki byrjað vinna af alvöru við útfærslu fyrr en í haust. Framlag Landsvirkjunar væri mikilvægt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.