Enski boltinn

Malouda nálgast Chelsea

NordicPhotos/GettyImages
Nú er útlit fyrir að knattspyrnumaður ársins í Frakklandi, vængmaðurinn Florent Malouda hjá Lyon, gangi fljótlega í raðir Chelsea á Englandi. Forráðamenn franska félagsins segjast hafa fengið nýtt og betra tilboð í leikmanninn og hann hefur þegar yfirgefið æfingabúðir liðsins í frönsku ölpunum. Franskir fjölmiðlar fullyrða að tilboð Chelsea sé í kring um 18,5 milljónir punda eða 2,3 milljarðar króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×