Enski boltinn

West Ham samþykkir tilboð í Reo-Coker

NordicPhotos/GettyImages
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham samþykkti í dag 8,5 milljón punda kauptilboð Aston Villa í miðjumanninn Nigel Reo-Coker. Coker gengur væntanlega í raðir Villa á næsta sólarhring, en hann á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samning við Villa. Hann er 23 ára gamall og gekk í raðir West Ham frá MK Dons árið 2004.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×