Innlent

Miklar tjörublæðingar á Þingvallavegi skapa hættu fyrir ökumenn

Miklar tjörublæðingar eru nú á Þingvallavegi frá Vinaskógi að Grafningsvegamótum og hefur Vegagerðin gefið út aðvörun til ökumann vegna þessa. Fyrirhugaðri viðgerð á vegarkafla þar skammt frá hefur verið frestað.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er tjara í vegarklæðningu sem lögð var í fyrra byrjuð að linast vegna hitans og veldur því að hún lekur út. Þetta getur skapað hættu fyrir ökumenn fari þeir ekki varlega.

Í morgun áttu að hefjast framkvæmdir við klæðningu á Þingvallavegi frá Skálafelli að Gljúfrasteini en þeim hefur nú verið frestað vegna ástandsins.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×