Enski boltinn

Ívar framlengir við Reading

Enska úrvalsdeildarfélagið Reading tilkynnti í dag að það hefði náð samkomulagi við fjóra af leikmönnum sínum um að framlengja samninga sína. Einn þeirra er landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson sem er nú samningsbundinn Reading til ársins 2010. Þá framlengdu þeir James Harper, Shane Long og Simon Cox einnig samninga sína við félagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×