Enski boltinn

Defoe vill vera áfram hjá Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jermain Defoe.
Jermain Defoe.

Jermain Defoe, sóknarmaður Tottenham, vill vera áfram í herbúðum liðsins þrátt fyrir að samskipti hans og Martin Jol hafa verið með kaldara móti. Enska pressan segir að Defoe hafi neitað að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Síðan Darren Bent var keyptur til Tottenham hefur Defoe ekki verið í byrjunarliði liðsins. Martin Jol hefur þó sagt við hann að ef hann skrifi ekki undir nýjan samning verði honum hent yfir í varaliðið.

Þrátt fyrir að vera í erfiðri stöðu er Defoe ákveðinn í því að láta ekki bugast og ætlar að vinna sér inn fast sæti í liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×