Enski boltinn

Ráðning Capello yfirvofandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Capello stýrði nú síðast Real Madrid til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni.
Capello stýrði nú síðast Real Madrid til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / AFP

Nú lítur út fyrir að fátt komi í veg fyrir að Fabio Capello verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari Englendinga eftir að Jose Mourinho gaf frá sér starfið í gær.

Breskir fjölmiðlar, þeirra á meðal BBC, fullyrða í morgun að Capello sé langlíklegasti kosturinn í stöðunni nú og það sé talið að gengið verði frá ráðningunni mjög fljótlega.

Capello er 61 árs gamall Ítali og hefur á ferlinum þjálfað Real Madrid, Juventus, AC Milan og Roma. Hann mun vera spenntur fyrir því að taka að sér starfið.

Annar Ítali, Marcello Lippi, þykir vera helsti keppinautur Capello um starfið. Hann gerði Ítali að heimsmeisturum fyrir rúmu ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×