Enski boltinn

Benayoun á leið til Liverpool

NordicPhotos/GettyImages
Liverpool hefur komist að samkomulagi um kaup á miðjumanninum Yossi Benayoun frá West Ham að sögn umboðsmanns leikmannsins. Breska sjónvarpið segir kaupverðið vera um 4 milljónir punda. Benayoun er 25 ára gamall og er fyrirliði ísraelska landsliðsins. Hann hefur verið hjá West Ham síðan árið 2005 þegar hann kom frá Racing Santander á Spáni fyrir 2,5 milljónir punda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×