Enski boltinn

Gerrard: Við verðum að byrja vel í sumar

Gerrard og félagar hafa byrjað illa síðustu tvö tímabil og vilja nú ólmir breyta því
Gerrard og félagar hafa byrjað illa síðustu tvö tímabil og vilja nú ólmir breyta því NordicPhotos/GettyImages

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að liðið verði að ná fljúgandi starti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili ef liðið ætli sér að vera með í baráttunni um titilinn. Metnaðurinn er mikill á Anfield í sumar og þar á bæ stefna menn á fyrsta titil liðsins síðan árið 1990.

"Ég hef heyrt menn segja að maður geti ekki unnið titilinn í fyrstu tíu umferðunum, en maður getur sannarlega misst af honum í fyrstu tíu umferðunum og sú hefur verið raunin með okkur," sagði Gerrard í samtali við Liverpool TV, en Liverpool hefur hafnað í þriðja sæti síðustu tvö tímabil en aldrei náð að ógna toppliðunum verulega.

"Á síðustu tveimur árum höfum við misst af lestinni í hendur Manchester United og Chelsea og það gerðist strax í fyrstu umferðunum. Við getum ekki leyft okkur að gefa þessum liðum svona gott forskot ef við ætlum að vera með í slagnum og við erum staðráðnir í að ná fljúgandi starti í ár," sagði fyrirliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×