Enski boltinn

Owen skoraði fyrir Newcastle

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Michael Owen fagnar hér marki sínu gegn Barnsley í kvöld.
Michael Owen fagnar hér marki sínu gegn Barnsley í kvöld. NordicPhotos/GettyImages

Önnur umferð deildarbikarsins á Englendi kláraðist í kvöld með þremur leikjum. Úrvalsdeildarliðin Newcastle, Manchester City og Middlesbrough tryggðu sér öll sæti í 3. umferð keppnarinnar með sigri á neðrideildarliðum.

Newcastle átti í erfiðleikum með að koma boltanum í net Barnsley í kvöld og það var markalaust þegar flautað var til leikhlés. Á 57. mínútu skoraði Newcastle loksins og það var enginn annar en landsliðsframherjinn Michael Owen sem var þar að verki. Obafemi Martins bætti svo við öðru marki fyrir Newcastle á 86. mínútu og þar við sat.

Emile Mpenza skoraði strax á 17. mínútu fyrir Manchester City gegn Bristol City, en á 69. mínútu jafnaði Bradley Orr fyrir heimamenn. Það var svo Rolando Bianchi sem að tryggði Manchester City sigurinn á 81. mínútu með góðu langskoti.

Það var ekki fyrr en á 53. mínútu þegar Fábio Rochemback kom Middlesbrough yfir gegn Northampton á heimavelli en svo var það Dong-Gook Lee sem gulltryggði sigurinn á 66. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×