19 Rúmenum vísað úr landi í dag 7. maí 2007 18:25 Nítján Rúmenum var vísað úr landi í dag eftir að hafa dvalið í landinu án tilskilinna leyfa í þó nokkurn tíma. Að sögn lögreglu framfleyttu þeir sér með betli í miðbæ Reykjavíkur og sváfu á bekkjum í Hljómskála og Fógetagarðinum. Lögreglan í Reykjavík hefur fengið fjölda ábendinga frá verslunareigendum og vegfarendum vegna Rúmena sem hafa verið að betla og leika á harmonikku í miðbæ Reykjavíkur undanfarnar vikur. Hópurinn samanstendur af sautján körlum og tveimur konum en engin börn eru með í för. Jón HB Snorrason varalögreglustjóri í Reykjavík segir fólkið hafa komið hingað til lands sem ferðamenn frá Kaupmannahöfn og Osló, ýmist með flugi eða ferjunni Norrænu. 10 manna hópur gisti á gistiheimili hjálpræðishersins frá 25. til 30. apríl. Að sögn forsvarsmanna hjálpræðishersins reyndi hópurinn ítrekað að koma fleirum inn á herbergin en leyfi voru fyrir. Þá hafi fólkið hnuplað mat sem var í sameiginlegu eldhúsi fyrir gesti gistiheimilisins. Síðustu daga hefur það haldið til í Hljómskála og Fógetagarðinum á nóttunni. Lögreglan handtók fólkið í gær og gisti það fangageymslur í nótt þar sem það fékk mat og húsaskjól. Í dag var flogið með fólkið til Kaupmannahafnar og Osló. Nokkur þeirra áttu flugmiða til baka en kaupa varð flugmiða fyrir einhverja. Jón HB segir að lögreglan hafi heimildir fyrir því að fólkið hafi hrakist til landsins eftir að hafa komist í kast við lögin í Kaupmannahöfn og Osló. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Nítján Rúmenum var vísað úr landi í dag eftir að hafa dvalið í landinu án tilskilinna leyfa í þó nokkurn tíma. Að sögn lögreglu framfleyttu þeir sér með betli í miðbæ Reykjavíkur og sváfu á bekkjum í Hljómskála og Fógetagarðinum. Lögreglan í Reykjavík hefur fengið fjölda ábendinga frá verslunareigendum og vegfarendum vegna Rúmena sem hafa verið að betla og leika á harmonikku í miðbæ Reykjavíkur undanfarnar vikur. Hópurinn samanstendur af sautján körlum og tveimur konum en engin börn eru með í för. Jón HB Snorrason varalögreglustjóri í Reykjavík segir fólkið hafa komið hingað til lands sem ferðamenn frá Kaupmannahöfn og Osló, ýmist með flugi eða ferjunni Norrænu. 10 manna hópur gisti á gistiheimili hjálpræðishersins frá 25. til 30. apríl. Að sögn forsvarsmanna hjálpræðishersins reyndi hópurinn ítrekað að koma fleirum inn á herbergin en leyfi voru fyrir. Þá hafi fólkið hnuplað mat sem var í sameiginlegu eldhúsi fyrir gesti gistiheimilisins. Síðustu daga hefur það haldið til í Hljómskála og Fógetagarðinum á nóttunni. Lögreglan handtók fólkið í gær og gisti það fangageymslur í nótt þar sem það fékk mat og húsaskjól. Í dag var flogið með fólkið til Kaupmannahafnar og Osló. Nokkur þeirra áttu flugmiða til baka en kaupa varð flugmiða fyrir einhverja. Jón HB segir að lögreglan hafi heimildir fyrir því að fólkið hafi hrakist til landsins eftir að hafa komist í kast við lögin í Kaupmannahöfn og Osló.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira