Innlent

Frímúrarar kaupa fíkniefnahund

Fíkniefnaleitarhundinum Tönju berst vonandi bráðlega liðsauki í baráttunni við fíkniefnadjöfulinn.
Fíkniefnaleitarhundinum Tönju berst vonandi bráðlega liðsauki í baráttunni við fíkniefnadjöfulinn. Mynd/Vísir

Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur fengið styrk að fjárhæð einnar og hálfrar milljónar króna til kaupa á fíkniefnaleitarhundi. Embættið fékk styrk úr Frímúrarasjóðunum, menningar- og mannúðarsjóði Frímúrarareglunnar á Íslandi. Upphæðin dugir þó ekki nema fyrir helmingi kostnaðar því talið er að kostnaðurinn verði ekki undir þremur milljónum króna þegar þjálfun hundsins er tekin með í reikninginn.

Til þess að brúa bilið hefur því verið hafin formleg söfnun í Landsbanka Íslands á Seyðisfirði. Númer reikningsins er: 0176-15-380006

Einnig hyggst embættið leita til félagasamtaka, sveitarfélaga og fyrirtækja um styrki til verkefnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×