Nýyrði tileinkað dr. Hannesi Hólmsteini 7. mars 2007 09:30 þýðingar Matthías Kristiansen og Gísli Ásgeirsson þýðendur kasta oft á milli sín léttlyndislegum þýðingum á skrifstofunni. MYND/Helga Þeir sem horfðu á fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur á sunnudagskvöld hjuggu margir hverjir eftir nýyrði í innslagi um þáttastjórnandann umdeilda Bill O`Reilly, þar sem hugtakinu "right conservative", eða hægrisinnaður íhaldsmaður, var snarað yfir á hið ástkæra ylhýra sem "hólmsteinska". "Þetta er léttlyndisleg þýðing sem við höfum stundum notað hér á kontórnum og kastað á milli okkar," segir Matthías Kristiansen þýðandi, sem þýddi téðan þátt. Í þýðingunni er auðvitað verið að vísa til doktors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, eins ötulasta talsmanns frjálshyggjunnar á Íslandi um árabil. Sérfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við voru á einu máli um að þýðingin væri vel heppnuð; tilvísunin og merkingin væru skýr og orðið félli vel að íslensku beygingakerfi. Hannes Hólmsteinn Fyndist það mikil upphefð ef íhaldssemi yrði kennd við hann í framtíðinni. Matthías vill þó sem minnst úr málinu gera og telur ólíklegt að orðið festist í sessi. "Ég held að þeir sem horfa á 60 mínútur séu almennt með svo þroskaða málvitund að það er ólíklegt að hugmyndaheimur þeirra raskist út af einni galgopalegri þýðingu og á ekki von á að þetta nýyrði eigi eftir að gera sig gildandi, frekar en mörg önnur." Sjálfur er doktor Hannes hæstánægður með þýðinguna. "Mér er mikill sómi sýndur," segir hann og bætir við að sér þætti það ekki ónýtt að hafa áhrif á tungumálið. "Það væri mér sannarlega mikill heiður ef þetta orð tæki sér bólfestu í tungumálinu í þessari merkingu." Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Sjá meira
Þeir sem horfðu á fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur á sunnudagskvöld hjuggu margir hverjir eftir nýyrði í innslagi um þáttastjórnandann umdeilda Bill O`Reilly, þar sem hugtakinu "right conservative", eða hægrisinnaður íhaldsmaður, var snarað yfir á hið ástkæra ylhýra sem "hólmsteinska". "Þetta er léttlyndisleg þýðing sem við höfum stundum notað hér á kontórnum og kastað á milli okkar," segir Matthías Kristiansen þýðandi, sem þýddi téðan þátt. Í þýðingunni er auðvitað verið að vísa til doktors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, eins ötulasta talsmanns frjálshyggjunnar á Íslandi um árabil. Sérfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við voru á einu máli um að þýðingin væri vel heppnuð; tilvísunin og merkingin væru skýr og orðið félli vel að íslensku beygingakerfi. Hannes Hólmsteinn Fyndist það mikil upphefð ef íhaldssemi yrði kennd við hann í framtíðinni. Matthías vill þó sem minnst úr málinu gera og telur ólíklegt að orðið festist í sessi. "Ég held að þeir sem horfa á 60 mínútur séu almennt með svo þroskaða málvitund að það er ólíklegt að hugmyndaheimur þeirra raskist út af einni galgopalegri þýðingu og á ekki von á að þetta nýyrði eigi eftir að gera sig gildandi, frekar en mörg önnur." Sjálfur er doktor Hannes hæstánægður með þýðinguna. "Mér er mikill sómi sýndur," segir hann og bætir við að sér þætti það ekki ónýtt að hafa áhrif á tungumálið. "Það væri mér sannarlega mikill heiður ef þetta orð tæki sér bólfestu í tungumálinu í þessari merkingu."
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Sjá meira