Enski boltinn

Torres minnir mig á Ian Rush

NordicPhotos/GettyImages

Steven Gerrard segir að spænski framherjinn Fernando Torres sé farinn að minna sig á goðsögnina Ian Rush eftir að hann skoraði þrennu í sigri Liverpool á Reading í deildarbikarnum.

"Torres minnir mig á Ian Rush. Ég veit að Rush er auðvitað goðsögn hjá Liverpool og var ekki bara frábær framherji heldur líka fyrirliði. Ég vil samt ekki setja of mikla pressu á Torres með því að segja þetta því Rush skoraði rosalega mikið af mörkum, en Rush vann líka vel fyrir liðið og það gerir Fernando líka. Hann er búinn að sýna hvað hann er góður að klára færin sín og því verðum við að halda áfram að finna hann með góðum sendingum," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×