Fótbolti

Bikarinn verður á Kaplakrika

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurvin Ólafsson er eini íslenski knatstpyrnukappinn sem hefur orðið Íslandsmeistari með þremur mismunandi liðum.
Sigurvin Ólafsson er eini íslenski knatstpyrnukappinn sem hefur orðið Íslandsmeistari með þremur mismunandi liðum. Mynd/Anton

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, staðfestir að Íslandsmeistarabikarinn verði á Kaplakrika á sunnudaginn.

Þá mætast FH og Valur í „úrslitaleik sumarsins" á Kaplakrikavelli. Sigri FH-ingar í leiknum verður þeim afhentur bikarinn í fjórða skiptið á jafn mörgum árum.

„Það verður þannig að bikarinn verður afhentur sigurvegaranum þegar í ljós kemur hver það verður," sagði Þórir í samtali við Vísi.

Verði niðurstaðan í leiknum jafntefli eða að Valsmenn vinna verður nýr Íslandsmeistari krýndur annað hvort á Víkingsvelli eða Laugardalsvelli í lokaumferðinni sem fer fram laugardaginn 29. september.

Tvö stig skilja liðin að eins og staðan er í dag.

Leikur liðanna hefst klukkan 17 á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×