Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á heimili sínu ráðist að konu og slegið hana að minnsta kosti tvisvar í andlitið þannig að hún nefbrotnaði meðal annars og hlaut heilahristing.

Maðurinn viðurkenndi brotið og segir dómurinn árásina að öllu tilefnislausa og ófyrirleitna. Árásin átti sér stað fyrir tveimur árum en ákæra var ekki gefin út fyrr en á þessu ári og segir dómurinn að í gögnum málsins sé ekki að finna neina skýringu á þessum drætti. Að öllu þessu samanlögðu taldi dómurinn því tveggja mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er í tvö ár hæfilega refsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×