Án Eiðs Smára í þriðja sinn 5. júní 2007 08:54 Verður ekki með gegn Svíum annað kvöld. fréttablaðið/daníel Íslenska landsliðið hefur aðeins tvisvar sinnum verið án Eiðs Smára í keppnisleik undanfarin átta ár en stjarna íslenska landsliðið verður fjarri góðu gammni í næsta landsleik. Eiður Smári átti mjög slakan leik gegn Liechtenstein og hefur nú leikið í yfir 500 mínútur án þess að skora með landsliðinu. Íslenska landsliðið mætir því aðra undankeppnina í röð til Stokkhólms án fyrirliða síns en Eiður Smári fékk sitt annað gula spjald í undankeppninni í jafnteflinu á móti Liechtenstein um síðustu helgi. Eiður Smári var einnig í banni í útileiknum á móti Svíum í undankeppni HM 2006 en sá leikur fór fram í október 2005. Í síðustu undankeppni missti Eiður Smári einmitt af útileikjum gegn "bestu" þjóðunum það er þjóðunum sem enduðu í efstu tveimur sætum riðilsins. Nú missir hann af útileik gegn Svíum sem eru einmitt í efsta sæti íslenska riðilsins. Eiður Smári er búinn að fá fjögur gul spjöld í síðustu tíu leikjum og öll fyrir mótmæli eða að sparka boltanum í markið eftir búið var að dæma hann rangstæðan. Eiður Smári missti af útileik í Króatíu 26. mars 2005 vegna meiðsla. Heiðar Helguson var þá einn í framlínu íslenska liðsins en Arnar Þór Viðarsson, Gylfi Einarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru fyrir aftan hann á miðjunni. Íslenska liðið tapaði leiknum 0-4. Eiður Smári missti einnig af útileik í Svíþjóð 12. október 2005 en sá leikur tapaðist 1-3. Heiðar Helguson var í framlínunni ásamt Gunnari Heiðari Þorvaldssyni en þeir eru hvorugir með í leiknum á miðvikudagskvöldið. Markaleysi fyrirliðans er farið að dragast á langinn og það verður fróðlegt að sjá hvernig sóknarleikurinn verður gegn Svíum í Solna. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu fimm landsleikjum og er án marks í samtals 503 mínútur í íslenska landsliðsbúningnum. Síðasta mark hans kom í fyrri hálfleik í 3-0 sigri á Norður-Írum 2. september 2006 og síðan þá hefur íslenska liðið aðeins skorað 2 mörk í fimm leikjum og bæði voru þau skoruð af miðjumönnum, Arnari Þór Viðarssyni og Brynjari Birni Gunnarssyni. Íslenska liðið verður væntanlega aðallega í varnarhlutverki í Svíþjóð og Eiður Smári hefði væntanlega þurft að sætta sig við mikil hlaup og verkefnið því allt annað en eitthvað draumahlutverk. Það er líklegast að Hannes Þ. Sigurðsson komi inn í byrjunarliðið í hans stað enda er hann sterkur í loftinu og góður í að halda boltanum upp á toppnum. Það verður hins vegar meira spennandi að sjá hvernig Eyjólfur stillir upp mönnum á miðjunni sem að öllum líkindum inniheldur fimm menn að þessu sinni. ooj@frettabladid.is Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Íslenska landsliðið hefur aðeins tvisvar sinnum verið án Eiðs Smára í keppnisleik undanfarin átta ár en stjarna íslenska landsliðið verður fjarri góðu gammni í næsta landsleik. Eiður Smári átti mjög slakan leik gegn Liechtenstein og hefur nú leikið í yfir 500 mínútur án þess að skora með landsliðinu. Íslenska landsliðið mætir því aðra undankeppnina í röð til Stokkhólms án fyrirliða síns en Eiður Smári fékk sitt annað gula spjald í undankeppninni í jafnteflinu á móti Liechtenstein um síðustu helgi. Eiður Smári var einnig í banni í útileiknum á móti Svíum í undankeppni HM 2006 en sá leikur fór fram í október 2005. Í síðustu undankeppni missti Eiður Smári einmitt af útileikjum gegn "bestu" þjóðunum það er þjóðunum sem enduðu í efstu tveimur sætum riðilsins. Nú missir hann af útileik gegn Svíum sem eru einmitt í efsta sæti íslenska riðilsins. Eiður Smári er búinn að fá fjögur gul spjöld í síðustu tíu leikjum og öll fyrir mótmæli eða að sparka boltanum í markið eftir búið var að dæma hann rangstæðan. Eiður Smári missti af útileik í Króatíu 26. mars 2005 vegna meiðsla. Heiðar Helguson var þá einn í framlínu íslenska liðsins en Arnar Þór Viðarsson, Gylfi Einarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru fyrir aftan hann á miðjunni. Íslenska liðið tapaði leiknum 0-4. Eiður Smári missti einnig af útileik í Svíþjóð 12. október 2005 en sá leikur tapaðist 1-3. Heiðar Helguson var í framlínunni ásamt Gunnari Heiðari Þorvaldssyni en þeir eru hvorugir með í leiknum á miðvikudagskvöldið. Markaleysi fyrirliðans er farið að dragast á langinn og það verður fróðlegt að sjá hvernig sóknarleikurinn verður gegn Svíum í Solna. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu fimm landsleikjum og er án marks í samtals 503 mínútur í íslenska landsliðsbúningnum. Síðasta mark hans kom í fyrri hálfleik í 3-0 sigri á Norður-Írum 2. september 2006 og síðan þá hefur íslenska liðið aðeins skorað 2 mörk í fimm leikjum og bæði voru þau skoruð af miðjumönnum, Arnari Þór Viðarssyni og Brynjari Birni Gunnarssyni. Íslenska liðið verður væntanlega aðallega í varnarhlutverki í Svíþjóð og Eiður Smári hefði væntanlega þurft að sætta sig við mikil hlaup og verkefnið því allt annað en eitthvað draumahlutverk. Það er líklegast að Hannes Þ. Sigurðsson komi inn í byrjunarliðið í hans stað enda er hann sterkur í loftinu og góður í að halda boltanum upp á toppnum. Það verður hins vegar meira spennandi að sjá hvernig Eyjólfur stillir upp mönnum á miðjunni sem að öllum líkindum inniheldur fimm menn að þessu sinni. ooj@frettabladid.is
Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti