Í viðræðum vegna Eurovision 10. janúar 2007 11:15 Tónlistarmaðurinn Morrissey er í viðræðum við BBC um að taka þátt í Eurovision. Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, verður hugsanlega fulltrúi Bretlands í Eurovision-söngvakeppninni í ár. Morrissey lýsti fyrst yfir áhuga á að taka þátt í keppninni eftir að lag Bretlands, Teenage Life, lenti í fimmta neðsta sæti á síðasta ári. „Ég fylltist hryllingi en var samt ekki undrandi á því að lagið skyldi ekki ná langt,“ sagði Morrissey. „Hvers vegna báðu þau mig ekki um að taka þátt?“ Breska ríkisútvarpið, BBC, virðist hafa tekið Morrissey á orðinu því það hefur staðfest að það eigi í viðræðum við hann um að semja og hugsanlega flytja lagið í ár. Morrissey, sem er 47 ára, sló í gegn með hljómsveitinni The Smiths á níunda áratugnum. Eftir að sveitin hætti árið 1987 hóf hann sólóferil sem hefur heppnast vel. Alls hefur hann komið tíu smáskífum á topp tíu-listann í Bretlandi. Morrissey hefur áður verið orðaður við Eurovision-keppnina, eða þegar hann starfaði með fyrsta sigurvegara Bretlands í keppninni, Sandie Shaw, á níunda áratugnum. Til þess að komast í úrslitin þarf kappinn þó fyrst að komast í gegnum undankeppnina. Á meðal þeirra sem hafa dottið úr keppni þar í gegnum tíðina eru Antony Costa, fyrrum söngvari strákabandsins Blue, og ofurfyrirsætan Jordan. Næsta Eurovision-keppni verður haldin í Finnlandi í maí, heimalandi síðustu sigurvegara, Lordi. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Morrissey, fyrrum söngvari The Smiths, verður hugsanlega fulltrúi Bretlands í Eurovision-söngvakeppninni í ár. Morrissey lýsti fyrst yfir áhuga á að taka þátt í keppninni eftir að lag Bretlands, Teenage Life, lenti í fimmta neðsta sæti á síðasta ári. „Ég fylltist hryllingi en var samt ekki undrandi á því að lagið skyldi ekki ná langt,“ sagði Morrissey. „Hvers vegna báðu þau mig ekki um að taka þátt?“ Breska ríkisútvarpið, BBC, virðist hafa tekið Morrissey á orðinu því það hefur staðfest að það eigi í viðræðum við hann um að semja og hugsanlega flytja lagið í ár. Morrissey, sem er 47 ára, sló í gegn með hljómsveitinni The Smiths á níunda áratugnum. Eftir að sveitin hætti árið 1987 hóf hann sólóferil sem hefur heppnast vel. Alls hefur hann komið tíu smáskífum á topp tíu-listann í Bretlandi. Morrissey hefur áður verið orðaður við Eurovision-keppnina, eða þegar hann starfaði með fyrsta sigurvegara Bretlands í keppninni, Sandie Shaw, á níunda áratugnum. Til þess að komast í úrslitin þarf kappinn þó fyrst að komast í gegnum undankeppnina. Á meðal þeirra sem hafa dottið úr keppni þar í gegnum tíðina eru Antony Costa, fyrrum söngvari strákabandsins Blue, og ofurfyrirsætan Jordan. Næsta Eurovision-keppni verður haldin í Finnlandi í maí, heimalandi síðustu sigurvegara, Lordi.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira