Innlent

Lögregla og slökkvilið hafi unnið af fumleysi og fagmennsku

MYND/Stöð 2

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er meðal þeirra sem fylgist með aðgerðum niðri í miðbæ þar sem hús á horni Austurstrætis og Lækjargötu brenna.

Sagði hann í samtali við Stöð 2 slökkvilið og lögreglu hafa unnið sem einn maður af fumleysi og fagmennsku að málinu. Í tilvikum sem þessum ynnu menn eftir tilteknum reglum og lögregla hefði verið fljót að loka svæðinu af. Sagði hann samskipti og lögreglu hafa verið mjög góð og að aðgerðir virtust ganga vel en atburðurinn væri hörmulegur fyrir borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×