Enski boltinn

Malouda til Chelsea

Florent Malouda
Florent Malouda AFP

Jean-Michel Aulas, forseti franska knattspyrnufélagsins Lyon, tilkynnti Reuters fréttastofunni nú fyrir stundu að félagið hefði samþykkti að selja franska landsliðsmanninn Florent Malouda til Chelsea. Malouda er kantmaður og var kjörinn knattspyrnumaður ársins í Frakklandi á síðustu leiktíð.

Forseti Lyon tilkynnti þessi tíðindi eftir æfingaleik Lyon og Lille í Albertville í frönsku ölpunum í dag. Heimildir í Frakklandi herma að kaupverðið sé um 20 milljónir evra eða um 1,6 milljarðar króna. Malouda er 27 ára gamall og á að baki 30 landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×