Enski boltinn

Verðmiðinn á Curtis Davies er of hár

NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður varnarmannsins Curtis Davies hjá West Brom er ósáttur við vinnubrögð félagsins og segir það hafa sett allt of háan verðmiða á leikmanninn. West Brom vill fá 8 milljónir punda fyrir hinn efnilega varnarmann og því er útlit fyrir að ekkert verði af draumaskiptum hans í Tottenham.

Davies hefur lýst yfir áhuga sínum á að fara til Tottenham en forráðamenn Lundúnaliðsins eru ekki til í að borga meira en um 6 milljónir punda fyrir hann. " West Brom er að taka hann af markaðnum með þessu óraunhæfa verðmati sínu. 8 milljónir er allt of mikið fyrir mann sem er í 21 árs liði og á að baki eitt ár í úrvalsdeild," sagði umboðsmaðurinn.

Davies var eftirsóttur árið sem West Brom féll úr úrvalsdeildinni en hélt áfram með liðinu í 1. deild og var þar kjörinn í úrvalslið tímabilsins þrátt fyrir að geta ekki leikið síðustu tvo mánuðina vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×