Enski boltinn

Enginn í treyju númer 14 hjá Arsenal

Enginn mun leika í treyju númer 14 hjá Arsenal á næsta tímabili
Enginn mun leika í treyju númer 14 hjá Arsenal á næsta tímabili NordicPhotos/GettyImages

Leikmenn Arsenal búa sig nú undir líf án Thierry Henry í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð og enn sem komið er hefur enginn leikmaður fengið úthlutað treyju númer 14. Orðrómur er uppi um að númerið verði jafnvel tekið úr umferð hjá félaginu til að heiðra minningu eins besta leikmanns í sögu félagsins.

Ungstirnið Theo Walcott hefur þannig fengið treyju númer 32 fyrir næstu leiktíð og framherjinn Eduardo Da Silva hefur fengið treyju númer 9. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×