Enski boltinn

McCarty ætlar að virða samninginn við Blackburn

Benni McCarthy sló í gegn hjá Blackburn á síðustu leiktíð
Benni McCarthy sló í gegn hjá Blackburn á síðustu leiktíð NordicPhotos/GettyImages

Suður-Afríski framherjinn Benni McCarthy hjá Blackburn hefur lýst því yfir að hann vilji gjarnan komast til stærra félags á Englandi, en segist muni virða samning sinn við Blackburn ef ekkert gerist í hans málum í sumar. Hann hefur verið orðaður við Chelsea í nokkra mánuði.

"Ég veit að ég get spilað fyrir besta lið í heiminum en ég er atvinnumaður og mun alltaf gefa allt sem ég á. Í augnablikinu er ég leikmaður Blackburn svo ekkert hefur breyst í því sambandi. Ég mun aldrei skorast undan ábyrgðinni," sagði McCarthy í samtali við Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×