Innlent

Þrír teknir eftir bikarúrslitaleik

Á þessari mynd má sjá átökin sem urðu í dag.
Á þessari mynd má sjá átökin sem urðu í dag. MYND/Anton

Kalla þurfti lögreglu til eftir að átök brutust út á úrslitaleik í bikarkeppninni í handbolta í dag. Stuðningsmenn liðanna tveggja, Fram og Stjörnunnar, áttu þá í handalögmálum sem bárust út á völl. Öryggisverðir á leiknum komu þá til og héldu mönnunum og hentu þeim út. Lögregla handtók mennina og fór með þá niður á stöð þar sem þeir voru teknir tali. Eftir það var þeim sleppt.

Mennirnir voru ekki ölvaðir og gátu litlar skýringar gefið fyrir athæfi sínu nema það að þeir hafi verið gríðarlega æstir vegna leiksins. Hugsanlegt er að einhverjir eftirmálar verði af atvikinu, fyrir félögin, stuðningsmennina og jafnvel öryggisverðina á leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×