Enski boltinn

Rooney fer á kostum í auglýsingu

Rooney  er með afbrigðum sparkviss í auglýsingu Nike
Rooney er með afbrigðum sparkviss í auglýsingu Nike AFP

Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney hjá Manchester United fer á kostum í nýrri auglýsingu sem komin er í loftið fyrir Nike íþróttavöruframleiðandann. Í auglýsingunni lætur hann hrokafullan amerískan leikstjóra finna til tevatnsins. Smelltu á hlekkinn í fréttinni til að sjá myndband af tilþrifunum.

Auglýsingin er fyrir nýja Nike Total90 Laser fótboltaskó og hún sýnir Rooney leika listir sínar með boltann. Leikstjórinn er ekki mjög hrifinn af töktum Rooney og spyr hann hvort hann geti ekki gert eitthvað sniðugt eins og Ronaldinho til að gera myndefnið meira spennandi. Leikstjórinn gefst loks upp og biður Rooney "að gera bara það sem hann vill" með boltann. Framherjinn skæði lætur þá boltann vaða beint í myndavélina og skellir leikstjóranum í grasið.

Smelltu hér til að sjá auglýsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×