Enski boltinn

Liverpool er búið að bjóða í Ryan Babel

NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður hollenska útherjans Ryan Babel segir að Liverpool sé þegar búið að gera kauptilboð í leikmanninn. Babel fór á kostum með U-21 árs liði Hollendinga á Evrópumótinu á dögunum og hefur mikið verið orðaður við Arsenal.

"Ég mun ekki tjá mig um neinar tölur í þessu sambandi en ég get staðfest að Ajax hefur fengið formlegt kauptilboð frá Liverpool. Ryan hefur ekki talað við Liverpool og gerir það ekki fyrr en Ajax gefur honum leyfi til þess. Ryan er á óskalista Liverpool en við verðum að sjá til hvernig gengur í viðræðum félaganna um verðið á honum. Það er ekki komið mjög langt á veg eins og staðan er nú," sagði umboðsmaður leikmannsins í samtali við hollenska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×