Enski boltinn

Mánudagsslúðrið á Englandi

Arjen Robben er sagður vilja fara til Real Madrid
Arjen Robben er sagður vilja fara til Real Madrid NordicPhotos/GettyImages

Bresku blöðin eru full af safaríku slúðri í dag eins og venjulega og þar er m.a. greint frá áformum Rafa Benitez á leikmannamarkaðnum og áframhaldandi áhuga Real Madrid á leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni.

Daily Mirror segir að West Ham hafi gert 5,5 milljón punda tilboð í framherjann Diomansy Kamara hjá West Brom. Real Madrid vill kaupa Cesc Fabregas frá Arsenal - Daily Star. Chris Baird hjá Southampton verður keyptur til Sunderland fyrir 3 milljónir punda - The Sun.

Alan Smith mun halda lokafund með Sir Alex Ferguson vegna framtíðar sinnar á Old Trafford, en talið er að hann muni fara frá félaginu innan skamms. Vitað er af áhuga Everton og Middlesbrough á framherjanum - Daily Mirror.

Arjen Robben mun fara með Chelsea í æfingaferð til Bandaríkjanna en vill ólmur ganga til liðs við Real Madrid - Mirror. David Nugent er byrjaður að æfa með Preston á ný þó framtíð hans sé með öllu óráðin - Ýmsir. Manchester City er að reyna að krækja í kantmanninn Jerome Thomas frá Charlton fyrir milljón punda - Mirror.

Rafa Benitez yrði mjög ánægður með viðskipti sín í sumar - ef hann næði að landa miðjumanninum Yossi Benayoun frá West Ham fljótlega - Daily Star. Independent segir Benitez vera að reyna að kaupa kantmanninn Ryan Babel sem er stjarna í U-21 árs liði Hollendinga.

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, mun halda fund með Jamie Carragher hjá Liverpool til að reyna að sannfæra hann um að hætta ekki að leika með landsliðinu - Ýmsir. Sven-Göran Eriksson hefur hætt við að ráða David Platt sem aðstoðarmann sinn hjá Man City og ætlar að ráða landa sinn og vin Hans Backe, eftir að Roland Anderson afþakkaði starf hjá honum - The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×