Fálkaorður fyrir fúlgur fjár 20. apríl 2007 10:45 Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skýrar reglur gilda um fálkaorðuna, og hana megi ekki selja. MYND/GVA Íslensk fálkaorða er á meðal muna sem orðu- og myntsalinn Najafgholi Chalabiani býður upp á eBay þessa dagana. Á heimasíðu fyrirtækisins Najaf Coins and Collectibles, sem Chalabiani rekur í Vancouver í Kanada, má finna ellefu íslenskar fálkaorður til viðbótar. „Það er ljóst mál að það má ekki selja fálkaorður," sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari um málið. „Það eru ákveðnar reglur um fálkaorðuna, og þær fela í sér að eftir að sá sem ber fálkaorðu er fallinn frá ber erfingjum að skila henni til embættissins. Hún á sem sagt ekki að fara úr höndum þess sem hana hlýtur nema til að koma til baka, það eru skýrar reglur," sagði Örnólfur. Hann segist áður hafa orðið var við að fálkaorður séu boðnar upp á eBay eða svipuðum netsíðum, en veit ekki til þess að það hafi verið gert í slíku magni. „En ég bendi á það að það er ekki fullvíst að um þarna sé um raunverulegar fálkaorður að ræða, þarna gætu verið eftirlíkingar á ferð," sagði Örnólfur. Ekki er hægt að skera úr um hvort fálkaorðurnar á heimasíðu Chalabiani séu raunverulegar, en í orðsendingu frá Najaf Coins and Collectibles segist hann ábyrgast að allir munir séu ósviknir. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Chalabiani kaupa orður um heim allan, annað hvort í verslunum eða á uppboðum, en gaf ekki upp hvaðan þær íslensku væru fengnar. Najafgholi Chalabiani selur tólf íslenskar fálkaorður á eBay og heimasíðu sinni. Hann sagðist þó finna fyrir nokkurri eftirspurn eftir íslenskum orðum. „Það eru ekki til það margar íslenskar orður, þetta er lítið land. En heimurinn er stór og það er alltaf hægt að finna einhvern áhugasaman," sagði Chalabiani, sem kvaðst ekki hafa selt margar íslenskar orður í gegnum tíðina. Sem upphafsboð á eBay setti Chalabiani tæplega 7500 bandaríkjadali, eða um 490.000 íslenskar krónur. Sú dýrasta á heimasíðu hans kostar ríflega 700.000 íslenskar krónur. „En við vitum ekki hvort þær fara fyrir þetta verð," sagði Chalabiani. upprunaskjal? Fálkaorðunni á eBay, þar sem lágmarks boð er 7.500 dalir, fylgir þetta skjal, sem virðist undirritað af frú Vigdísi Finnbogadóttur. Orðunni á uppboðssíðunni eBay fylgir skjal sem virðist vera undirritað af Vigdísi Finnbogadóttur, þó að erfiðara sé að átta sig á á hvern skjalið er stílað og hvenær það var afhent. Ekki er heldur hægt að skera úr um hvaðan orðan er komin. „Fálkaorður er ekki númeraðar og því er ógerningur að rekja þær," sagði Örnólfur. Fjöldi þeirra sem þegið hafa fálkaorðu á lýðveldistíma liggur ekki fyrir, en unnið er að lokafrágangi heildarskrár yfir þá. Verður skráin aðgengileg innnan skamms á heimasíðu embættisins. Í dag veitir Forseti Íslands um tíu til fjórtán orður tvisvar sinnum á ári. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Íslensk fálkaorða er á meðal muna sem orðu- og myntsalinn Najafgholi Chalabiani býður upp á eBay þessa dagana. Á heimasíðu fyrirtækisins Najaf Coins and Collectibles, sem Chalabiani rekur í Vancouver í Kanada, má finna ellefu íslenskar fálkaorður til viðbótar. „Það er ljóst mál að það má ekki selja fálkaorður," sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari um málið. „Það eru ákveðnar reglur um fálkaorðuna, og þær fela í sér að eftir að sá sem ber fálkaorðu er fallinn frá ber erfingjum að skila henni til embættissins. Hún á sem sagt ekki að fara úr höndum þess sem hana hlýtur nema til að koma til baka, það eru skýrar reglur," sagði Örnólfur. Hann segist áður hafa orðið var við að fálkaorður séu boðnar upp á eBay eða svipuðum netsíðum, en veit ekki til þess að það hafi verið gert í slíku magni. „En ég bendi á það að það er ekki fullvíst að um þarna sé um raunverulegar fálkaorður að ræða, þarna gætu verið eftirlíkingar á ferð," sagði Örnólfur. Ekki er hægt að skera úr um hvort fálkaorðurnar á heimasíðu Chalabiani séu raunverulegar, en í orðsendingu frá Najaf Coins and Collectibles segist hann ábyrgast að allir munir séu ósviknir. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Chalabiani kaupa orður um heim allan, annað hvort í verslunum eða á uppboðum, en gaf ekki upp hvaðan þær íslensku væru fengnar. Najafgholi Chalabiani selur tólf íslenskar fálkaorður á eBay og heimasíðu sinni. Hann sagðist þó finna fyrir nokkurri eftirspurn eftir íslenskum orðum. „Það eru ekki til það margar íslenskar orður, þetta er lítið land. En heimurinn er stór og það er alltaf hægt að finna einhvern áhugasaman," sagði Chalabiani, sem kvaðst ekki hafa selt margar íslenskar orður í gegnum tíðina. Sem upphafsboð á eBay setti Chalabiani tæplega 7500 bandaríkjadali, eða um 490.000 íslenskar krónur. Sú dýrasta á heimasíðu hans kostar ríflega 700.000 íslenskar krónur. „En við vitum ekki hvort þær fara fyrir þetta verð," sagði Chalabiani. upprunaskjal? Fálkaorðunni á eBay, þar sem lágmarks boð er 7.500 dalir, fylgir þetta skjal, sem virðist undirritað af frú Vigdísi Finnbogadóttur. Orðunni á uppboðssíðunni eBay fylgir skjal sem virðist vera undirritað af Vigdísi Finnbogadóttur, þó að erfiðara sé að átta sig á á hvern skjalið er stílað og hvenær það var afhent. Ekki er heldur hægt að skera úr um hvaðan orðan er komin. „Fálkaorður er ekki númeraðar og því er ógerningur að rekja þær," sagði Örnólfur. Fjöldi þeirra sem þegið hafa fálkaorðu á lýðveldistíma liggur ekki fyrir, en unnið er að lokafrágangi heildarskrár yfir þá. Verður skráin aðgengileg innnan skamms á heimasíðu embættisins. Í dag veitir Forseti Íslands um tíu til fjórtán orður tvisvar sinnum á ári.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira