Lessing fer ekki til Svíþjóðar 1. desember 2007 06:30 Doris Lessing. Rithöfundurinn Doris Lessing, sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, getur ekki ferðast til Stokkhólms til að taka við verðlaununum vegna eymsla í baki. Læknar hafa ráðið Lessing að hafa sig hæga og forðast ferðalög. Af þeirri ástæðu verða henni afhent verðlaunin við litla athöfn í heimaborg hennar, London. Nóbelsverðlaun fyrir greinarnar bókmenntir, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði eru afhent við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi hinn 10. desember ár hvert. Sama dag eru friðarverðlaun Nóbels afhent í Osló. Dagurinn markar dánarafmæli Alfreds Nobel, upphafsmanns verðlaunanna, en hann lést 10. desember árið 1896. Hefð er fyrir því að vinningshafar haldi erindi í Stokkhólmi áður en þeir fá verðlaunin afhent. Stefnt er að því að taka erindi Lessing upp á myndband og sýna við athöfn í Stokkhólmi áður en sjálf verðlaunahátíðin fer fram. Lessing er þriðji handhafi bókmenntaverðlaunanna á aðeins fjórum árum sem ekki getur verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Árið 2005 þurfti Harold Pinter að taka við verðlaununum í Bretlandi þar sem hann gat ekki ferðast af heilsufarsástæðum. Árið 2004 afþakkaði Austurríkismaðurinn Elfriede Jelinek boðið á hátíðina þar sem hú sagðist ekki vera í nægilega góðu andlegu jafnvægi til að þola svo mikla viðhöfn. Aðeins einn handhafi verðlaunanna hefur afþakkað þau með öllu, en það var franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre sem var útnefndur vinningshafi árið 1964. -vþ Nóbelsverðlaun Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Rithöfundurinn Doris Lessing, sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, getur ekki ferðast til Stokkhólms til að taka við verðlaununum vegna eymsla í baki. Læknar hafa ráðið Lessing að hafa sig hæga og forðast ferðalög. Af þeirri ástæðu verða henni afhent verðlaunin við litla athöfn í heimaborg hennar, London. Nóbelsverðlaun fyrir greinarnar bókmenntir, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði eru afhent við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi hinn 10. desember ár hvert. Sama dag eru friðarverðlaun Nóbels afhent í Osló. Dagurinn markar dánarafmæli Alfreds Nobel, upphafsmanns verðlaunanna, en hann lést 10. desember árið 1896. Hefð er fyrir því að vinningshafar haldi erindi í Stokkhólmi áður en þeir fá verðlaunin afhent. Stefnt er að því að taka erindi Lessing upp á myndband og sýna við athöfn í Stokkhólmi áður en sjálf verðlaunahátíðin fer fram. Lessing er þriðji handhafi bókmenntaverðlaunanna á aðeins fjórum árum sem ekki getur verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Árið 2005 þurfti Harold Pinter að taka við verðlaununum í Bretlandi þar sem hann gat ekki ferðast af heilsufarsástæðum. Árið 2004 afþakkaði Austurríkismaðurinn Elfriede Jelinek boðið á hátíðina þar sem hú sagðist ekki vera í nægilega góðu andlegu jafnvægi til að þola svo mikla viðhöfn. Aðeins einn handhafi verðlaunanna hefur afþakkað þau með öllu, en það var franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre sem var útnefndur vinningshafi árið 1964. -vþ
Nóbelsverðlaun Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira