Lessing fer ekki til Svíþjóðar 1. desember 2007 06:30 Doris Lessing. Rithöfundurinn Doris Lessing, sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, getur ekki ferðast til Stokkhólms til að taka við verðlaununum vegna eymsla í baki. Læknar hafa ráðið Lessing að hafa sig hæga og forðast ferðalög. Af þeirri ástæðu verða henni afhent verðlaunin við litla athöfn í heimaborg hennar, London. Nóbelsverðlaun fyrir greinarnar bókmenntir, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði eru afhent við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi hinn 10. desember ár hvert. Sama dag eru friðarverðlaun Nóbels afhent í Osló. Dagurinn markar dánarafmæli Alfreds Nobel, upphafsmanns verðlaunanna, en hann lést 10. desember árið 1896. Hefð er fyrir því að vinningshafar haldi erindi í Stokkhólmi áður en þeir fá verðlaunin afhent. Stefnt er að því að taka erindi Lessing upp á myndband og sýna við athöfn í Stokkhólmi áður en sjálf verðlaunahátíðin fer fram. Lessing er þriðji handhafi bókmenntaverðlaunanna á aðeins fjórum árum sem ekki getur verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Árið 2005 þurfti Harold Pinter að taka við verðlaununum í Bretlandi þar sem hann gat ekki ferðast af heilsufarsástæðum. Árið 2004 afþakkaði Austurríkismaðurinn Elfriede Jelinek boðið á hátíðina þar sem hú sagðist ekki vera í nægilega góðu andlegu jafnvægi til að þola svo mikla viðhöfn. Aðeins einn handhafi verðlaunanna hefur afþakkað þau með öllu, en það var franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre sem var útnefndur vinningshafi árið 1964. -vþ Nóbelsverðlaun Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Rithöfundurinn Doris Lessing, sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár, getur ekki ferðast til Stokkhólms til að taka við verðlaununum vegna eymsla í baki. Læknar hafa ráðið Lessing að hafa sig hæga og forðast ferðalög. Af þeirri ástæðu verða henni afhent verðlaunin við litla athöfn í heimaborg hennar, London. Nóbelsverðlaun fyrir greinarnar bókmenntir, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði eru afhent við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi hinn 10. desember ár hvert. Sama dag eru friðarverðlaun Nóbels afhent í Osló. Dagurinn markar dánarafmæli Alfreds Nobel, upphafsmanns verðlaunanna, en hann lést 10. desember árið 1896. Hefð er fyrir því að vinningshafar haldi erindi í Stokkhólmi áður en þeir fá verðlaunin afhent. Stefnt er að því að taka erindi Lessing upp á myndband og sýna við athöfn í Stokkhólmi áður en sjálf verðlaunahátíðin fer fram. Lessing er þriðji handhafi bókmenntaverðlaunanna á aðeins fjórum árum sem ekki getur verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Árið 2005 þurfti Harold Pinter að taka við verðlaununum í Bretlandi þar sem hann gat ekki ferðast af heilsufarsástæðum. Árið 2004 afþakkaði Austurríkismaðurinn Elfriede Jelinek boðið á hátíðina þar sem hú sagðist ekki vera í nægilega góðu andlegu jafnvægi til að þola svo mikla viðhöfn. Aðeins einn handhafi verðlaunanna hefur afþakkað þau með öllu, en það var franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Jean-Paul Sartre sem var útnefndur vinningshafi árið 1964. -vþ
Nóbelsverðlaun Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira