Enski boltinn

Ecclestone ætlar að kaupa QPR

Ecclestone er metinn á rúmlega 280 milljarða króna
Ecclestone er metinn á rúmlega 280 milljarða króna NordicPhotos/GettyImages

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ætla að kaupa enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers og stefnir á að koma því í úrvalsdeildina á ný á fjórum árum. QPR hefur ekki leikið í efstu deild síðan árið 1996.

Ecclestone er sagður ætla að kaupa félagið ásamt félaga sínum, milljarðamæringnum Flavio Briatore, sem er liðsstjóri Renault-liðsins í Formúlu 1. Stjórn QPR hefur þegar gefið grænt ljós á yfirtökutilboð þeirra félaga sem sagt er ljóða upp á um eina milljón punda. Þá munu þeir yfirtaka 13 milljón punda skuld félagsins, en það eru óverulegar fjárhæðir fyrir mann eins og Ecclestone, sem á eignir sem metnar eru á um 2,2 milljarða punda eða hátt í 300 milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×