Enski boltinn

Mourinho: Deildin verður opnari í vetur

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að baráttan um enska meistaratitilinn verði opnari í ár en verið hefur eftir að hans menn þurftu að þola 2-0 tap gegn Aston Villa í gær.

"Ég held að við eigum eftir að sjá stóru liðin fjögur tapa fleiri leikjum í ár en undanfarið og það er vegna þess að hin liðin hafa eytt gríðarlegum fjármunum til leikmannakaupa. Aston Villa er eitt þessara liða, en það eru fleiri lið í deildinni sem eiga eftir að hirða stig af toppliðunum. Það verður erfiðara að mæta þessum liðum því þau eru orðin sterkari, en það eru bara búnir fimm leikir í deildinni og við örvæntum ekki," sagði Mourinho í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×