Vinnur með hirðljósmyndara dönsku konungsfjölskyldunnar 1. júlí 2007 04:30 Aldís Pálsdóttir starfar fyrir Steen Evald sem tekur myndir af meðlimum dönsku konungsfjölskyldunnar. „Ég er ráðin inn sem ljósmyndari en þetta er reyndar svo nýskeð að það á eftir að koma betur í ljós hvernig starfinu verður háttað," segir Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari í Danmörku. Aldís var í vikunni ráðin til starfa hjá Steen Evald sem er annar tveggja opinberra ljósmyndara dönsku konungsfjölskyldunnar. „Steen hefur bæði það hlutverk að taka myndir fyrir þau persónulega og svo opinberar myndir. Það eru til dæmis myndir sem sendar eru til allra sendiráða, þessar innrömmuðu kóngamyndir, myndir á frímerki og fleira. Þetta eru sem sagt myndir sem þau vilja birta," segir Aldís sem er spennt fyrir nýja starfinu. Steen Evald er henni reyndar að góðu kunnur því hún vann með honum sem nemi fyrir nokkrum misserum, þegar hún var að ljúka námi í ljósmyndaskóla í Kaupmannahöfn. Næg verkefni bíða Aldísar á nýja vinnustaðnum því Evald er bókaður upp fyrir haus að hennar sögn. „Það eru einhverjar tökur í gangi á hverjum degi," segir hún og viðurkennir að hún hafi ekki einu sinni haft tíma enn til að kynna sér hvenær næsta myndataka fyrir konungsfjölskylduna væri skipulögð. „Seinast þegar ég vann hérna fórum við kannski annan hvern mánuð. Þá var Steen reyndar bara að vinna fyrir Friðrik krónprins og Mary. Nú er hann líka farinn að mynda drottninguna sem ætti að verða skemmtilegt. Ég er annars mjög spennt fyrir þessari vinnu. Ég fékk að upplifa mjög margt þegar ég var hér síðast og hann virðist vaxa ár hvert svo það verður mjög spennandi að sjá hvernig þetta verður núna." Aldís byrjaði í ljósmyndaskóla í Viborg á Jótlandi árið 2001. Frá 2004 hefur hún síðan verið búsett í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, Sindra Birgissyni, sem nýlega lauk námi í leiklistarskóla. Aldís kláraði skólann í október 2005 en uppgötvaði um svipað leyti að hún væri ófrísk. Síðan hún útskrifaðist hefur Aldís því að mestu leyti verið í fæðingarorlofi og eytt tímanum með dótturinni Magneu. Hún hafði einmitt verið að velta því fyrir sér hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur nú þegar dóttirin er komin á leikskólaaldur. Aldís segist hafa velt því fyrir sér að hafa samband við Steen Evald en hafði ekki enn komið sér til þess þegar hann hóaði í hana og bauð henni vinnu. „Ég sat bara heima og var að klóra mér í hausnum þegar hann hafði samband. Ég var svo mætt daginn eftir." Fram að þessu höfðu Aldís og fjölskyldan verið að íhuga að flytjast til Íslands enda viðurkennir hún að þau séu komin með svolitla heimþrá. „En það verður víst að bíða aðeins." Nýju vinnunni fylgja talsverð ferðalög og ekki er útilokað að Aldísi takist að sannfæra hinn konunglega ljósmyndara um að koma til Íslands. „Hann átti víst að taka tískuþátt á Íslandi í júní en það fékkst ekki hótelpláss fyrir allan hópinn enda var þetta í kringum 17. júní. Ég get örugglega hvatt hann til að gera aðra tilraun." Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Ég er ráðin inn sem ljósmyndari en þetta er reyndar svo nýskeð að það á eftir að koma betur í ljós hvernig starfinu verður háttað," segir Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari í Danmörku. Aldís var í vikunni ráðin til starfa hjá Steen Evald sem er annar tveggja opinberra ljósmyndara dönsku konungsfjölskyldunnar. „Steen hefur bæði það hlutverk að taka myndir fyrir þau persónulega og svo opinberar myndir. Það eru til dæmis myndir sem sendar eru til allra sendiráða, þessar innrömmuðu kóngamyndir, myndir á frímerki og fleira. Þetta eru sem sagt myndir sem þau vilja birta," segir Aldís sem er spennt fyrir nýja starfinu. Steen Evald er henni reyndar að góðu kunnur því hún vann með honum sem nemi fyrir nokkrum misserum, þegar hún var að ljúka námi í ljósmyndaskóla í Kaupmannahöfn. Næg verkefni bíða Aldísar á nýja vinnustaðnum því Evald er bókaður upp fyrir haus að hennar sögn. „Það eru einhverjar tökur í gangi á hverjum degi," segir hún og viðurkennir að hún hafi ekki einu sinni haft tíma enn til að kynna sér hvenær næsta myndataka fyrir konungsfjölskylduna væri skipulögð. „Seinast þegar ég vann hérna fórum við kannski annan hvern mánuð. Þá var Steen reyndar bara að vinna fyrir Friðrik krónprins og Mary. Nú er hann líka farinn að mynda drottninguna sem ætti að verða skemmtilegt. Ég er annars mjög spennt fyrir þessari vinnu. Ég fékk að upplifa mjög margt þegar ég var hér síðast og hann virðist vaxa ár hvert svo það verður mjög spennandi að sjá hvernig þetta verður núna." Aldís byrjaði í ljósmyndaskóla í Viborg á Jótlandi árið 2001. Frá 2004 hefur hún síðan verið búsett í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, Sindra Birgissyni, sem nýlega lauk námi í leiklistarskóla. Aldís kláraði skólann í október 2005 en uppgötvaði um svipað leyti að hún væri ófrísk. Síðan hún útskrifaðist hefur Aldís því að mestu leyti verið í fæðingarorlofi og eytt tímanum með dótturinni Magneu. Hún hafði einmitt verið að velta því fyrir sér hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur nú þegar dóttirin er komin á leikskólaaldur. Aldís segist hafa velt því fyrir sér að hafa samband við Steen Evald en hafði ekki enn komið sér til þess þegar hann hóaði í hana og bauð henni vinnu. „Ég sat bara heima og var að klóra mér í hausnum þegar hann hafði samband. Ég var svo mætt daginn eftir." Fram að þessu höfðu Aldís og fjölskyldan verið að íhuga að flytjast til Íslands enda viðurkennir hún að þau séu komin með svolitla heimþrá. „En það verður víst að bíða aðeins." Nýju vinnunni fylgja talsverð ferðalög og ekki er útilokað að Aldísi takist að sannfæra hinn konunglega ljósmyndara um að koma til Íslands. „Hann átti víst að taka tískuþátt á Íslandi í júní en það fékkst ekki hótelpláss fyrir allan hópinn enda var þetta í kringum 17. júní. Ég get örugglega hvatt hann til að gera aðra tilraun."
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira