Nýjar bækur 18. maí 2007 05:00 Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill. Snemma morguns dag einn í nóvember árið 1943 fær Himmler dulmálsskeyti sem hann hefur beðið með óþreyju: Örninn er sestur! Sveit þýskra fallhlífahermanna hafði þá lent í nágrenni við lítið þorp í Norfolk á Englandi þar sem talið var að forsætisráðherrann hefði helgardvöl. Bókin hefur þegar selst í yfir 26 milljónum eintaka um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ólafs Ólafssonar árið 1976. Rithöfundurinn Patricia Cornwell er einnig spennusagnalesendum að góðu kunn. Ugla gefur nú út söguna Óvanaleg grimmd í þýðingu Atla Magnússonar en hún kom út innbundin árið 2005. Í bókinni segir frá dr. Kay Scarpetta og glímu hennar við glæparáðgátu. Morðinginn Ronne Joe Waddell hefur verið úrskurðaður látinn í rafmagnsstólnum í Richmond og Scarpetta bíður eftir líkinu. En það er fleira í fréttum þetta kvöld því hræðilega útleikið lík ungs drengs hefur fundist og það rifjast upp fyrir kvenhetjunni að skilið var við fórnarlömb Waddells með nákvæmlega sama hætti. Í bókinni Mínútu eftir miðnætti eftir Gavin Lyall segir frá Englendingnum Lewis Cane sem barðist með frönsku andspyrnuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöldinni. Snemma á sjötta áratugnum leitar vinur hans til hans á ný, mektugur lögfræðingur í París, og biður hann að koma kaupsýslumanni nokkrum frá Bretagne-skaga á áríðandi fund í Liechtenstein. Viðskiptafélagar mannsins eru staðráðnir í að aftra því að hann komist á fundinn og kaupsýslumaðurinn er eftirlýstur af lögreglunni. Úr verður æsilegt kapphlaup þvert yfir Frakkland þar sem samviskulausir andstæðingar og verðir laganna bíða við hvert fótmál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1973. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill. Snemma morguns dag einn í nóvember árið 1943 fær Himmler dulmálsskeyti sem hann hefur beðið með óþreyju: Örninn er sestur! Sveit þýskra fallhlífahermanna hafði þá lent í nágrenni við lítið þorp í Norfolk á Englandi þar sem talið var að forsætisráðherrann hefði helgardvöl. Bókin hefur þegar selst í yfir 26 milljónum eintaka um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ólafs Ólafssonar árið 1976. Rithöfundurinn Patricia Cornwell er einnig spennusagnalesendum að góðu kunn. Ugla gefur nú út söguna Óvanaleg grimmd í þýðingu Atla Magnússonar en hún kom út innbundin árið 2005. Í bókinni segir frá dr. Kay Scarpetta og glímu hennar við glæparáðgátu. Morðinginn Ronne Joe Waddell hefur verið úrskurðaður látinn í rafmagnsstólnum í Richmond og Scarpetta bíður eftir líkinu. En það er fleira í fréttum þetta kvöld því hræðilega útleikið lík ungs drengs hefur fundist og það rifjast upp fyrir kvenhetjunni að skilið var við fórnarlömb Waddells með nákvæmlega sama hætti. Í bókinni Mínútu eftir miðnætti eftir Gavin Lyall segir frá Englendingnum Lewis Cane sem barðist með frönsku andspyrnuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöldinni. Snemma á sjötta áratugnum leitar vinur hans til hans á ný, mektugur lögfræðingur í París, og biður hann að koma kaupsýslumanni nokkrum frá Bretagne-skaga á áríðandi fund í Liechtenstein. Viðskiptafélagar mannsins eru staðráðnir í að aftra því að hann komist á fundinn og kaupsýslumaðurinn er eftirlýstur af lögreglunni. Úr verður æsilegt kapphlaup þvert yfir Frakkland þar sem samviskulausir andstæðingar og verðir laganna bíða við hvert fótmál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1973.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“