Enski boltinn

Yfirlýsing frá Jose Mourinho

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho hefur sent frá sér yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Chelsea í kvöld, en þetta er það fyrsta sem heyrist frá stjóranum sérstaka síðan hann hætti hjá liðinu fyrir sólarhring síðan.

Margir af stuðningsmönnum Chelsea voru mjög ósáttir við að stjórinn hætti hjá félaginu, en Mourinho óskar Chelsea allt það besta í framtíðinni í yfirlýsingu sinni í kvöld.

"Ég er mjög stoltur af því starfi sem ég hef unnið og ég tel að ákvörðun mín að koma til Englands árið 2004 hafi verið frábær. Þetta hefur verið dýrmætur tími í lífi mínu og ég vil þakka stuðningsmönnum félagsins fyrir það sem ég vil meina að sé ástarsaga sem tekur engan enda.

Ég vona að félaginu gangi allt í haginn í framtíðinni - félaginu sem verður allaf tengt nafni mínu í framtíðinni vegna þeirra sögulegu augnablika sem við höfum átt undanfarið. Ég óska leikmönnum alls hins besta á vellinum og í einkalífinu.

Að lokum vil ég þakka vinum okkar og kennurum barna minna fyrir hönd fjölskyldunnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×