Erlent

Bush boðar friðsamlega lausn í Íran

MYND/AFP

George Bush sagði í dag að hann væri vongóður um að sannfæra írani í gegnum diplomatískar leiðir að hætta við kjarnorkuáætlanir sínar. Hann sagði að Bandaríkjastjórn myndi viðhalda þrýstingi á yfirvöld í Íran, en það yrði gert á friðsamlegan hátt.

Í gær sögðu Íranar að þeir myndu beita allra leiða til að verja sig ef ráðist yrði á þá eftir umræður á Vesturlöndum um mögulega innrás í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×