Enski boltinn

Eriksson: Mig langaði að kaupa Owen

NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson, stjór Man City, segir að sig hafi mikið langað að kaupa framherjann Michael Owen frá Newcastle í sumar. Hann segist hinsvegar hafa ákveðið að kaupa frekar fleiri en færri leikmenn og að verðmiðinn á Owen hafi verið of hár.

"Við veltum því fyrir okkur en verðmiðinn fældi okkur frá," sagði Eriksson í samtali við Guardian. "Við höfðum ákveðna upphæð til að eyða en ákváðum að kaupa frekar fleiri leikmenn en að eyða miklu í ein stór kaup," sagði Svíinn. Hann segist finna til með Owen í meiðslunum.

"Michael hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli síðasta árið og ég finn mikið til með honum. Það var því frábært að sjá hann koma aftur inn í enska landsliðið og ná að skora. Hann er góður drengur og ég held að hann eigi mörg góð ár eftir þar sem hann er aðeins 27 ára gamall," sagði Eriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×