Formaður á flótta 12. janúar 2007 00:01 Eggert Magnússon formaður KSÍ NordicPhotos/GettyImages Það hefur verið áhugavert að fylgjast með framgöngu, og framkomu, formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar, síðustu vikur. Brátt lýkur 19 ára valdatíð Eggerts og verður ekki sagt að útganga formannsins sé glæsileg. Það verður ekki tekið af Eggerti að hann hefur gert margt gott fyrir íslenska knattspyrnu og fjárhagsstaða KSÍ, nýr og glæsilegur Laugardalsvöllur, ber vitni um það. Einnig hefur öll umgjörð í kringum efstu deildir karla og kvenna batnað til mikilla muna sem er vel. Hjá því verður þó ekki litið að eldar geisa víða og mikilvægir hópar innan hreyfingarinnar hafa borið skarðan hlut frá borði á þessu mesta velmegunarskeiði knattspyrnusambandsins. Það logar allt í illdeilum milli KSÍ og dómara landsins sem hafa svo sannarlega setið eftir á meðan laun formannsins hafa hækkað eðlilega samhliða launaþróun í landinu að því er gjaldkeri sambandsins segir.Lítilsvirðing við konurnarSkemmst er síðan að minnast þeirrar skammarlegu upphæðar sem KSÍ skaffar landsliðskonum Íslands meðan þær eru í verkefnum með landsliðinu. Um það mál hefur Eggert neitað að ræða með öllu og hann hefur gert sér lítið fyrir og skellt á þá blaðamenn sem hafa verið svo „frekir" að spyrja hann út í málið. Eru það eðlilegir stjórnarhættir? Verðlaunaðir með boltumSvo má ekki gleyma grasrótinni og litlu liðunum sem telja sig oft vera hlunnfarin í samskiptum við KSÍ. Má taka sem dæmi að KSÍ lét ekki krónu rakna af hendi til Snartar á Kópaskeri, sem hafði fengið hvatningarverðlaun sambandsins og fékk nokkra bolta að launum, þegar forráðamenn félagsins leituðu á náðir sambandsins með einhvern styrk svo þeir gætu keypt sér mörk sem er grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að leika knattspyrnu. Ekki króna kom frá KSÍ en einn leikmaður liðsins lét húðflúra mörk á sig í sjónvarpsþætti í skiptum fyrir alvöru mörk. Það var þessum einstaklingi að þakka, en ekki KSÍ, að knattspyrna var enn leikin í því ágæta bæjarfélagi.Nánustu samstarfsmenn ákveða launinFjármál sambandsins hafa oftar en ekki verið á milli tannanna á fólki og það vekur óneitanlega upp spurningar þegar í ljós kemur að það séu nánustu samstarfsmenn formannsins sem ákveði laun hans og að einungis mjög þröngur hópur - sjö manns - viti nákvæmlega hvernig fjármálum KSÍ sé háttað.Það vekur einnig athygli að formaðurinn sitji fundina þegar launin eru ákveðin - hann bregður sér frá rétt á meðan launatalan er ákveðin - og ekki er síður áhugavert að launin séu horfin af áætlunum og ársreikningi. Eru þetta eðlilegir stjórnarhættir? Hvað eru sömu einstaklingar að skaffa sér í dagpeninga og risnu þegar þeir ferðast á vegum sambandsins?Það veit aðeins þessi þröngi hópur og hreyfingin verður áfram í myrkri með fjármálin verði engar breytingar á stjórn sambandsins því aðgengi að slíkum upplýsingum, og eflaust fleiri áhugaverðum, er takmarkað við þennan litla hóp.Til að toppa allt saman er formaðurinn hættur að sækja fundi stjórnar KSÍ en á síðasta fundi tók hann þátt í honum gegnum síma og nú eru stjórnarmenn KSÍ sendir út til London svo hægt sé að taka einn fund. Einkennilegt að formaðurinn geti ekki komið til Íslands í einn dag til að sinna starfinu sínu sem hann fær víst greitt fyrir.Sýnir valdhrokaÞetta nýjasta útspil er í takti við framkomu formannsins, og reyndar framkvæmdastjórans líka, undanfarnar vikur. Þar er farið undan í flæmingi í erfiðum málum og fyrirspurnum blaðamanna sem „dirfast" að spyrja erfiðra spurninga er svarað með dónaskap og hroka sem einkennir menn sem hafa setið of lengi við völd. Það er lítil reisn yfir útgöngu Eggerts Magnússonar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með framgöngu, og framkomu, formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar, síðustu vikur. Brátt lýkur 19 ára valdatíð Eggerts og verður ekki sagt að útganga formannsins sé glæsileg. Það verður ekki tekið af Eggerti að hann hefur gert margt gott fyrir íslenska knattspyrnu og fjárhagsstaða KSÍ, nýr og glæsilegur Laugardalsvöllur, ber vitni um það. Einnig hefur öll umgjörð í kringum efstu deildir karla og kvenna batnað til mikilla muna sem er vel. Hjá því verður þó ekki litið að eldar geisa víða og mikilvægir hópar innan hreyfingarinnar hafa borið skarðan hlut frá borði á þessu mesta velmegunarskeiði knattspyrnusambandsins. Það logar allt í illdeilum milli KSÍ og dómara landsins sem hafa svo sannarlega setið eftir á meðan laun formannsins hafa hækkað eðlilega samhliða launaþróun í landinu að því er gjaldkeri sambandsins segir.Lítilsvirðing við konurnarSkemmst er síðan að minnast þeirrar skammarlegu upphæðar sem KSÍ skaffar landsliðskonum Íslands meðan þær eru í verkefnum með landsliðinu. Um það mál hefur Eggert neitað að ræða með öllu og hann hefur gert sér lítið fyrir og skellt á þá blaðamenn sem hafa verið svo „frekir" að spyrja hann út í málið. Eru það eðlilegir stjórnarhættir? Verðlaunaðir með boltumSvo má ekki gleyma grasrótinni og litlu liðunum sem telja sig oft vera hlunnfarin í samskiptum við KSÍ. Má taka sem dæmi að KSÍ lét ekki krónu rakna af hendi til Snartar á Kópaskeri, sem hafði fengið hvatningarverðlaun sambandsins og fékk nokkra bolta að launum, þegar forráðamenn félagsins leituðu á náðir sambandsins með einhvern styrk svo þeir gætu keypt sér mörk sem er grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að leika knattspyrnu. Ekki króna kom frá KSÍ en einn leikmaður liðsins lét húðflúra mörk á sig í sjónvarpsþætti í skiptum fyrir alvöru mörk. Það var þessum einstaklingi að þakka, en ekki KSÍ, að knattspyrna var enn leikin í því ágæta bæjarfélagi.Nánustu samstarfsmenn ákveða launinFjármál sambandsins hafa oftar en ekki verið á milli tannanna á fólki og það vekur óneitanlega upp spurningar þegar í ljós kemur að það séu nánustu samstarfsmenn formannsins sem ákveði laun hans og að einungis mjög þröngur hópur - sjö manns - viti nákvæmlega hvernig fjármálum KSÍ sé háttað.Það vekur einnig athygli að formaðurinn sitji fundina þegar launin eru ákveðin - hann bregður sér frá rétt á meðan launatalan er ákveðin - og ekki er síður áhugavert að launin séu horfin af áætlunum og ársreikningi. Eru þetta eðlilegir stjórnarhættir? Hvað eru sömu einstaklingar að skaffa sér í dagpeninga og risnu þegar þeir ferðast á vegum sambandsins?Það veit aðeins þessi þröngi hópur og hreyfingin verður áfram í myrkri með fjármálin verði engar breytingar á stjórn sambandsins því aðgengi að slíkum upplýsingum, og eflaust fleiri áhugaverðum, er takmarkað við þennan litla hóp.Til að toppa allt saman er formaðurinn hættur að sækja fundi stjórnar KSÍ en á síðasta fundi tók hann þátt í honum gegnum síma og nú eru stjórnarmenn KSÍ sendir út til London svo hægt sé að taka einn fund. Einkennilegt að formaðurinn geti ekki komið til Íslands í einn dag til að sinna starfinu sínu sem hann fær víst greitt fyrir.Sýnir valdhrokaÞetta nýjasta útspil er í takti við framkomu formannsins, og reyndar framkvæmdastjórans líka, undanfarnar vikur. Þar er farið undan í flæmingi í erfiðum málum og fyrirspurnum blaðamanna sem „dirfast" að spyrja erfiðra spurninga er svarað með dónaskap og hroka sem einkennir menn sem hafa setið of lengi við völd. Það er lítil reisn yfir útgöngu Eggerts Magnússonar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira