Formaður á flótta 12. janúar 2007 00:01 Eggert Magnússon formaður KSÍ NordicPhotos/GettyImages Það hefur verið áhugavert að fylgjast með framgöngu, og framkomu, formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar, síðustu vikur. Brátt lýkur 19 ára valdatíð Eggerts og verður ekki sagt að útganga formannsins sé glæsileg. Það verður ekki tekið af Eggerti að hann hefur gert margt gott fyrir íslenska knattspyrnu og fjárhagsstaða KSÍ, nýr og glæsilegur Laugardalsvöllur, ber vitni um það. Einnig hefur öll umgjörð í kringum efstu deildir karla og kvenna batnað til mikilla muna sem er vel. Hjá því verður þó ekki litið að eldar geisa víða og mikilvægir hópar innan hreyfingarinnar hafa borið skarðan hlut frá borði á þessu mesta velmegunarskeiði knattspyrnusambandsins. Það logar allt í illdeilum milli KSÍ og dómara landsins sem hafa svo sannarlega setið eftir á meðan laun formannsins hafa hækkað eðlilega samhliða launaþróun í landinu að því er gjaldkeri sambandsins segir.Lítilsvirðing við konurnarSkemmst er síðan að minnast þeirrar skammarlegu upphæðar sem KSÍ skaffar landsliðskonum Íslands meðan þær eru í verkefnum með landsliðinu. Um það mál hefur Eggert neitað að ræða með öllu og hann hefur gert sér lítið fyrir og skellt á þá blaðamenn sem hafa verið svo „frekir" að spyrja hann út í málið. Eru það eðlilegir stjórnarhættir? Verðlaunaðir með boltumSvo má ekki gleyma grasrótinni og litlu liðunum sem telja sig oft vera hlunnfarin í samskiptum við KSÍ. Má taka sem dæmi að KSÍ lét ekki krónu rakna af hendi til Snartar á Kópaskeri, sem hafði fengið hvatningarverðlaun sambandsins og fékk nokkra bolta að launum, þegar forráðamenn félagsins leituðu á náðir sambandsins með einhvern styrk svo þeir gætu keypt sér mörk sem er grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að leika knattspyrnu. Ekki króna kom frá KSÍ en einn leikmaður liðsins lét húðflúra mörk á sig í sjónvarpsþætti í skiptum fyrir alvöru mörk. Það var þessum einstaklingi að þakka, en ekki KSÍ, að knattspyrna var enn leikin í því ágæta bæjarfélagi.Nánustu samstarfsmenn ákveða launinFjármál sambandsins hafa oftar en ekki verið á milli tannanna á fólki og það vekur óneitanlega upp spurningar þegar í ljós kemur að það séu nánustu samstarfsmenn formannsins sem ákveði laun hans og að einungis mjög þröngur hópur - sjö manns - viti nákvæmlega hvernig fjármálum KSÍ sé háttað.Það vekur einnig athygli að formaðurinn sitji fundina þegar launin eru ákveðin - hann bregður sér frá rétt á meðan launatalan er ákveðin - og ekki er síður áhugavert að launin séu horfin af áætlunum og ársreikningi. Eru þetta eðlilegir stjórnarhættir? Hvað eru sömu einstaklingar að skaffa sér í dagpeninga og risnu þegar þeir ferðast á vegum sambandsins?Það veit aðeins þessi þröngi hópur og hreyfingin verður áfram í myrkri með fjármálin verði engar breytingar á stjórn sambandsins því aðgengi að slíkum upplýsingum, og eflaust fleiri áhugaverðum, er takmarkað við þennan litla hóp.Til að toppa allt saman er formaðurinn hættur að sækja fundi stjórnar KSÍ en á síðasta fundi tók hann þátt í honum gegnum síma og nú eru stjórnarmenn KSÍ sendir út til London svo hægt sé að taka einn fund. Einkennilegt að formaðurinn geti ekki komið til Íslands í einn dag til að sinna starfinu sínu sem hann fær víst greitt fyrir.Sýnir valdhrokaÞetta nýjasta útspil er í takti við framkomu formannsins, og reyndar framkvæmdastjórans líka, undanfarnar vikur. Þar er farið undan í flæmingi í erfiðum málum og fyrirspurnum blaðamanna sem „dirfast" að spyrja erfiðra spurninga er svarað með dónaskap og hroka sem einkennir menn sem hafa setið of lengi við völd. Það er lítil reisn yfir útgöngu Eggerts Magnússonar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með framgöngu, og framkomu, formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar, síðustu vikur. Brátt lýkur 19 ára valdatíð Eggerts og verður ekki sagt að útganga formannsins sé glæsileg. Það verður ekki tekið af Eggerti að hann hefur gert margt gott fyrir íslenska knattspyrnu og fjárhagsstaða KSÍ, nýr og glæsilegur Laugardalsvöllur, ber vitni um það. Einnig hefur öll umgjörð í kringum efstu deildir karla og kvenna batnað til mikilla muna sem er vel. Hjá því verður þó ekki litið að eldar geisa víða og mikilvægir hópar innan hreyfingarinnar hafa borið skarðan hlut frá borði á þessu mesta velmegunarskeiði knattspyrnusambandsins. Það logar allt í illdeilum milli KSÍ og dómara landsins sem hafa svo sannarlega setið eftir á meðan laun formannsins hafa hækkað eðlilega samhliða launaþróun í landinu að því er gjaldkeri sambandsins segir.Lítilsvirðing við konurnarSkemmst er síðan að minnast þeirrar skammarlegu upphæðar sem KSÍ skaffar landsliðskonum Íslands meðan þær eru í verkefnum með landsliðinu. Um það mál hefur Eggert neitað að ræða með öllu og hann hefur gert sér lítið fyrir og skellt á þá blaðamenn sem hafa verið svo „frekir" að spyrja hann út í málið. Eru það eðlilegir stjórnarhættir? Verðlaunaðir með boltumSvo má ekki gleyma grasrótinni og litlu liðunum sem telja sig oft vera hlunnfarin í samskiptum við KSÍ. Má taka sem dæmi að KSÍ lét ekki krónu rakna af hendi til Snartar á Kópaskeri, sem hafði fengið hvatningarverðlaun sambandsins og fékk nokkra bolta að launum, þegar forráðamenn félagsins leituðu á náðir sambandsins með einhvern styrk svo þeir gætu keypt sér mörk sem er grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að leika knattspyrnu. Ekki króna kom frá KSÍ en einn leikmaður liðsins lét húðflúra mörk á sig í sjónvarpsþætti í skiptum fyrir alvöru mörk. Það var þessum einstaklingi að þakka, en ekki KSÍ, að knattspyrna var enn leikin í því ágæta bæjarfélagi.Nánustu samstarfsmenn ákveða launinFjármál sambandsins hafa oftar en ekki verið á milli tannanna á fólki og það vekur óneitanlega upp spurningar þegar í ljós kemur að það séu nánustu samstarfsmenn formannsins sem ákveði laun hans og að einungis mjög þröngur hópur - sjö manns - viti nákvæmlega hvernig fjármálum KSÍ sé háttað.Það vekur einnig athygli að formaðurinn sitji fundina þegar launin eru ákveðin - hann bregður sér frá rétt á meðan launatalan er ákveðin - og ekki er síður áhugavert að launin séu horfin af áætlunum og ársreikningi. Eru þetta eðlilegir stjórnarhættir? Hvað eru sömu einstaklingar að skaffa sér í dagpeninga og risnu þegar þeir ferðast á vegum sambandsins?Það veit aðeins þessi þröngi hópur og hreyfingin verður áfram í myrkri með fjármálin verði engar breytingar á stjórn sambandsins því aðgengi að slíkum upplýsingum, og eflaust fleiri áhugaverðum, er takmarkað við þennan litla hóp.Til að toppa allt saman er formaðurinn hættur að sækja fundi stjórnar KSÍ en á síðasta fundi tók hann þátt í honum gegnum síma og nú eru stjórnarmenn KSÍ sendir út til London svo hægt sé að taka einn fund. Einkennilegt að formaðurinn geti ekki komið til Íslands í einn dag til að sinna starfinu sínu sem hann fær víst greitt fyrir.Sýnir valdhrokaÞetta nýjasta útspil er í takti við framkomu formannsins, og reyndar framkvæmdastjórans líka, undanfarnar vikur. Þar er farið undan í flæmingi í erfiðum málum og fyrirspurnum blaðamanna sem „dirfast" að spyrja erfiðra spurninga er svarað með dónaskap og hroka sem einkennir menn sem hafa setið of lengi við völd. Það er lítil reisn yfir útgöngu Eggerts Magnússonar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki