Innlent

Magnús Tumi: Rannsóknum var áfátt

Magnús Tumi: Rannsóknum áfátt
Magnús Tumi: Rannsóknum áfátt MYND/Einar Örn Jónsson

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, hefur bæst í hóp þeirra jarðbvísindamanna sem gagnrýnt hafa Landsvirkjun fyrir hvernig staðið var að undirbúningsrannsóknum Kárahnjúkavirkjunar. Magnús Tumi segir meðal annars í viðtali við Morgunblaðið í dag, að rannsóknirnar hafi ekki verið af sömu gæðum og við aðrar íslenskar virkjanir, meðal annars vegna þess að jarðfræðingateymi Orkustofnunar sjái ekki lengur um þessa vinnu. Miðað við hversu mikilvægt verkið sé hafi rannsóknirnar verið algerlega ófullnægjandi, verkefnastjórnin hafi brugðist. Að halda því fram vinnubrögð Landsvirkjunar séu ekki aðfinnsluverð sé hliðstætt því að ofsaakstur sé í lagi svo fremi sem að ekki verði stórslys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×