Útsölunni lokið 15. desember 2006 16:30 Tónlist Buttercup er rokkaðri en á síðustu plötum og það fer þeim ágætlega. Spilagleði þeirra skín í gegn í bestu lögum plötunnar. Stjörnur: 3 Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög. Eftir að upprunalegu meðlimirnir urðu einir eftir hefur sveitin snúið sér að nokkuð rokkaðri tónlist. Það gefur afskaplega góða raun því 1500 dagar er besta plata Buttercup til þessa. Tónlistin á 1500 dögum er einfalt popprokk, gítar, bassi og trommur og smá skreytingar með hljómborði og mandólíni. Fyrsta lagið, Fyrr en þú heldur, er flottur smellur en viðlagið minnir óþyrmi-lega mikið á 200.000 naglbíta. Því næst er komið að besta lagi plötunnar, Ekki þess virði, sem er frábær rokkhittari. Önnur sterk lög eru Fullkomið sólarlag, Yndislega óhamingja og Enginn nema ég. Þetta er síður en svo gallalaus plata – Dansarinn er til að mynda alveg hryllilega misheppnað. Brotin skel og Á leiðinni heim minna svo óþyrmilega á sveitaballatíma Buttercup, sér í lagi Á leiðinni heim sem hljómar alveg eins og eitthvert gamalt Þjóðhátíðarlag. Buttercup-menn koma þó nokkuð á óvart hér. Þennan árangur þeirra má ugglaust rekja til þess að þeir hafa gefið sveitaballa„drauminn“ upp á bátinn. Nú eru þetta bara fjórir strákar í hljómsveit að gera tónlist að eigin skapi. Tónlist þeirra mun ekki breyta heiminum, né heldur hafa mikil áhrif á Íslandi. En þeir hafa gaman af þessu og það skín í gegn. Höskuldur Daði Magnússon Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Það hefur ekki heyrst mikið frá drengjunum í Buttercup síðustu ár. Þeir voru heitir á sveitaballamarkaðnum í kringum aldamótin með söngkonuna Írisi Kristinsdóttur fremsta í flokki. Þá komu út plötur með afspyrnuslökum titlum á borð við Allt á útsölu og Butt-ercup.is en á þeim leyndust ágætis popplög. Eftir að upprunalegu meðlimirnir urðu einir eftir hefur sveitin snúið sér að nokkuð rokkaðri tónlist. Það gefur afskaplega góða raun því 1500 dagar er besta plata Buttercup til þessa. Tónlistin á 1500 dögum er einfalt popprokk, gítar, bassi og trommur og smá skreytingar með hljómborði og mandólíni. Fyrsta lagið, Fyrr en þú heldur, er flottur smellur en viðlagið minnir óþyrmi-lega mikið á 200.000 naglbíta. Því næst er komið að besta lagi plötunnar, Ekki þess virði, sem er frábær rokkhittari. Önnur sterk lög eru Fullkomið sólarlag, Yndislega óhamingja og Enginn nema ég. Þetta er síður en svo gallalaus plata – Dansarinn er til að mynda alveg hryllilega misheppnað. Brotin skel og Á leiðinni heim minna svo óþyrmilega á sveitaballatíma Buttercup, sér í lagi Á leiðinni heim sem hljómar alveg eins og eitthvert gamalt Þjóðhátíðarlag. Buttercup-menn koma þó nokkuð á óvart hér. Þennan árangur þeirra má ugglaust rekja til þess að þeir hafa gefið sveitaballa„drauminn“ upp á bátinn. Nú eru þetta bara fjórir strákar í hljómsveit að gera tónlist að eigin skapi. Tónlist þeirra mun ekki breyta heiminum, né heldur hafa mikil áhrif á Íslandi. En þeir hafa gaman af þessu og það skín í gegn. Höskuldur Daði Magnússon
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“