Erlent

Olmert og Abbas funduðu í kvöld

Abbas og Olmert takast í hendur fyrir fundinn sem fram fór á heimili Olmerts í Jerúsalem.
Abbas og Olmert takast í hendur fyrir fundinn sem fram fór á heimili Olmerts í Jerúsalem. MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, áttu í kvöld fund í Jerúsalem. Þetta var fyrsti fundur þeirra eftir að Olmert tók við af Ariel Sharon sem forsætisráðherra snemma á árinu.

Eftir því sem Reuters-fréttastofan hefur eftir aðstoðarmanni Abbas náðu þeir samkomulagi um ýmsa hluti en ekki var greint frá hvað það væri. Þá sagði aðstoðarmaðurinn að fundurinn væri sá fyrsti af mörgum en hann stóð í um tvo klukkutíma.

Embættismenn hafa undirbúið fundinn í marga mánuði en hins vegar fréttist ekki af honum fyrr en skömmu áður en hann hófst. Fram kom að þeir hygðust ekki halda blaðamannafund eftir hann en litið er á hann sem fyrsta skrefið í að koma aftur á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Lítið hefur farið fyrir friðarviðræðum frá því að uppreisn Palestínumanna hófst árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×