Innlent

Íbúðalánasjóður áætlar að lána 52-59 milljarða á næsta ári

MYND/Vilhelm

Íbúðalánasjóður áætlar að lána á bilinu 52 -59 milljarða króna á næsta ári samkvæmt áætlun sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði á bilinu átta til níu milljarðar sem er nokkur aukning frá árinu sem nú er að ljúka.

Gert er ráð fyrir að útlánin dreifist nokkuð jafnt yfir ársfjórðunga næsta árs og verði á bilinu 12-16 milljarðar á hverjum ársfjórðungi. Þá gerir Íbúðalánasjóður ráð fyrir að greiða lánardrottnum sínum um 50 milljarða á næsta ári og er stærstur hlutinn tilkominn vegna afborgana íbúðarbréfa. Enn fremur áætlar sjóðurinn að gefa út íbúðabréf fyrir á bilinu 47-55 milljarða til fjármögnunar nýrra útlána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×