Innlent

Samið um uppbyggingu annars áfanga Skuggahverfis

Undirritað hefur verið samkomulag milli 101 Skuggahverfis hf. og Íslenskra aðalverktaka hf. um uppbyggingu annars áfanga Skuggahverfisins.

Fimm ný íbúðarhús munu rísa við hlið nýju húsanna við Skúlagötu með 97 mismunandi gerðum íbúða. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir geti flutt inn fyrir jól árið 2008. Samanlagður gólfflötur nýju húsanna verður 16 þúsund fermetrar auk tæplega sex þúsund fermetra bílageymslu. Íbúðirnar í húsunum verða allt frá 67 fermetrum og upp í 300.

Byggingarsvæðið afmarkast af Skúlagötu, Frakkastíg, Lindargötu og Vatnsstíg. Hæsta byggingin mun standa við Vatnsstíg og verður 63 metrar eða 19 hæðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×