Erlent

Fulltrúi Sþ rekinn frá Súdan

MYND/Reuters

Stjórnvöld í Súdan hafa rekið sérstakan sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna úr landi, vegna ummæla sem hann setti á blogg-síðu sína. Honum er gert að fara úr landi innan 72 klukkustunda.

Á blogg-síðu sinni sagði Jan Pronk meðal annars að súdanski herinn hafi tapað tveim orrustum við uppreisnarmenn, í Darfur héraði, á síðustu tveim mánuðum. Hershöfðingjar Hafi verið reknir og baráttuþrek hersins sé svo lítið að hermenn séu farnir að neita að berjast í Darfur.

Herinn brást reiður við þessum orðum og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem Pronk var sagður hættulegur öryggi landsins. Í kjölfar þess var honum vísað úr landi.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×