Erlent

Ekki frekari kjarnorkutilraunir

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu (th.), á fundi með Tang Jiaxuan, sérlegum sendifulltrúa Kínverja, fyrir rúmu ári.
Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu (th.), á fundi með Tang Jiaxuan, sérlegum sendifulltrúa Kínverja, fyrir rúmu ári. MYND/AP

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ekki verði af frekari kjarnorkutilraunum í landinu, en í dag fögnuðu Norður-Kóreumenn tilrauninni í síðustu viku.

Ríkisfréttastofa Norður Kóreu sagði um 100 þúsund manns hafa safnast saman í höfuðborginni Pyongyang til að fagna áfanganum. Fréttir frá Suður-Kóreu höfðu eftir Kim Yong Il að ekki stæði til að framkvæma frekari tilraunir með kjarnorku.

Kim Gye Gwan, utanríkisráðherra Norður Kóreu, vildi hvorki staðfesta né neita þessu þegar hann var spurður í dag um áform Norður Kóreumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×